Fjárfestingarstefna

Markmið Almenna lífeyrissjóðsins er að ávaxta fé sjóðfélaga, á hagkvæman hátt, með hliðsjón af þeim kjör­um sem best eru á hverjum tíma með tilliti til ávöxt­unar og áhættu.

 

Þú er hér: Forsíða Ávöxtun Fjárfestingarstefna Áhættustefna

Áhættustefna

Áhættustefna sjóðsins er afrakstur áhættugreiningar og áhættumats stjórnenda sjóðsins en þar eru skilgreindir fjórir meginflokkar áhættu og 31 undirflokkur sem Almenni tekur tillit til við greiningu og mat á áhættu í rekstri sjóðsins.

Áhættueftirlit

Niðurstöður eftirlitsaðgerða eru teknar saman í mánaðarlegar áhættuskýrslur sem í kjölfarið eru yfirfarnar af stjórn­endum sjóðsins. Sýni niðurstöður eftirlitsaðgerða áhættu umfram stefnu skal brugðist við í samræmi við viðbragðslýsingu. Í mánaðarlegum áhættuskýrslum eru einnig upplýsingar um fram­vindu áhættustýringar og innra eftir­lits.

Mat á áhættueftirliti

Rekstrarstjóri heldur utan um framvindu áhættueftirlits og niðurstöður eftirlits­aðgerða. Rekstrarstjóri metur hvort framkvæmd og niðurstöður eftirlitsaðgerða séu í samræmi við áhættustefnu og annað skjalfest skipulag og/eða heimildir. Rekstrarstjóri dregur saman og gefur álit á niðurstöðum til kynningar fyrir stjórn og fram­kvæmdastjóra sjóðsins.

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn