Fjárfestingarstefna

Markmið Almenna lífeyrissjóðsins er að ávaxta fé sjóðfélaga, á hagkvæman hátt, með hliðsjón af þeim kjör­um sem best eru á hverjum tíma með tilliti til ávöxt­unar og áhættu.

 

Þú er hér: Forsíða Ávöxtun Fjárfestingarstefna Söguleg ávöxtun

“Hver vegur að heiman er vegurinn heim…”, segir í sönglaginu. Rannsóknir hafa sýnt að forspárgildi fyrir langtíma framtíðarþróun felast í greiningu á sögulegum gögnum yfir áratugalanga verðþróun verðbréfaflokka. Slík greining gefur ágæta nálgun á vænt flökt ávöxtunar í framtíð og vænta ávöxtun verðbréfaflokka.

Greining styttri tímaraða yfir sögulega ávöxtun gefur síður gott forspárgildi um framtíðarþróun enda margar áhrifabreytur sem valda breytileika í ávöxtun eignaflokka til skemmri tíma.

  • Til að skilja samband ávöxtunar og áhættu er gott að skoða gögn langt aftur í tímann.
  • Sagan kennir okkur að ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd til skamms tíma en ávöxtun þeirra til langs tíma talsvert hærri en ávöxtun skuldabréfa.
  • Stundum hafa komið löng tímabil með óvenjulegri ávöxtun eignaflokka. Tímabilið frá síðustu aldamótum er dæmi um slíkt tímabil.
  • Almenni lífeyrissjóðurinn byggir ráðleggingar sínar um sparnaðarleiðir sjóðfélaga á greiningu á langtímaþróun eignaflokka. Eldri sjóðfélögum og öðrum sem hafa minna þol fyrir sveiflum í ávöxtun er ráðlagt að ráðstafa hærra hlutfalli af séreign sinni í skuldabréf en hlutabréf, sjá nánar hér .

Smelltu hér til að skoða fjárfestingarstefnu.

Smelltu hér til að skoða yfirlit ávöxtunarleiða.

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn