Fjárfestingarstefna

Markmið Almenna lífeyrissjóðsins er að ávaxta fé sjóðfélaga, á hagkvæman hátt, með hliðsjón af þeim kjör­um sem best eru á hverjum tíma með tilliti til ávöxt­unar og áhættu.

 

Forsíða Ávöxtun Fjárfestingarstefna Samantekt

Markmið Almenna lífeyrissjóðsins er að ávaxta fé sjóðfélaga á hagkvæman hátt með hliðsjón af þeim kjör­um sem best eru á hverjum tíma með tilliti til ávöxt­unar og áhættu.

Almenna lífeyrissjóðnum er skylt að haga eignasamsetningu í samræmi við heimildir í VII. kafla laga um skyldu­tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi líf­eyrissjóða nr. 129/1997 með síðari breyt­ingum.

  • Fjárfestingastefnur séreignaleiða og samtryggingarsjóðs byggja á væntingum um ávöxtun og sveiflum í ávöxtun mismunandi eignaflokka, sem aftur byggist á greiningu sögulegrar ávöxtunar eignaflokkanna.
  • Í séreignarsjóði Almenna lífeyrissjóðsins geta sjóð­félagar valið á milli sex ávöxtunarleiða. Þar af eru þrjú blönduð verð­bréfa­söfn, (Ævisafn I, II og III), tvö ríkissöfn og eitt innlánasafn.
  • Mælt er með því að yngra fólk fjárfesti í söfnum með hærra hlutfalli hlutabréfa en hlutfall þeirra minnki eftir því sem fólk eldist. Ástæðan er sú að ávöxtun hlutabréfa sveiflast meira en ávöxtun skuldabréfa en hlutabréf skila yfirleitt hærri ávöxtun til lengri tíma.
  • Einnig er hægt að velja Ævileiðina en þá flyst inneign þeirra sjálfkrafa á milli ævisafna til að minnka áhættu eftir því sem nær dregur starfslokum.
  • Eignir samtryggingar­sjóðs eru ávaxtaðar í sérgreindu verð­bréfasafni og er markmið sjóðsins að tryggingafræðileg staða sé í jafnvægi á hverjum tíma.
  • Vegna gjaldeyrishafta hefur ekki verið mögulegt að fjárfesta í erlendum eignum frá 2008 og því er enn talsverður munur á fjárfestingastefnu og raunverulegri eignasamsetningu. Lífeyrissjóðir fengu takmarkaða undanþágu frá gjaldeyrishöftum til nýfjárfestinga um mitt ár 2015.
  • Fjárfestingastefnan er sett fram sem langtíma markmið um eignasamsetningu safna. 

Smelltu hér til að skoða fjárfestingarstefnuna í heild.

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn