Þú er hér: Forsíða Ávöxtun Ávöxtunarleiðir Ævileið

 

1965 Áætlað eftirlaunaár:
2028–2032
  •  
  •  

Mælum með:
Ævisafni II

Fyrir sjóðfélaga á aldrinum 45 - 56 ára

Skoðið einnig:
Ríkissafn langt

Ævileiðin, einföld og þægileg


Ævileiðinni
er ætlað að einfalda fólki valið og lágmarka fyrirhöfn. Líkanið hér að ofan gefur vísbendingar um hvaða safni er mælt með miðað við aldur.

  • Ævileiðin gerir ráð fyrir að áhættuþol minnki eftir því sem nær dregur eftirlaunum.
  • Almennt má segja að því lengri tími sem er til stefnu þeim mun meiri áhættu sé hægt að taka og öfugt.
  • Verðbréfasafn með hátt hlutfall hlutabréfa hentar vel fyrir ungt fólk þar sem iðgjöldin eiga eftir að ávaxtast lengi og það hefur því tíma til að sitja af sér lækkun á verði hlutabréfa.
  • Fyrir fólk sem er farið að nálgast eftirlaunaaldur eða byrjað að taka lífeyri er hins vegar skynsamlegt að hafa hátt vægi skuldabréfa eða innlána sem gefa jafna og stöðuga ávöxtun.
  • Eftir því sem sjóðfélagar eldast flyst inneignin sjálfkrafa og án kostnaðar á milli ævisafna.
  • Inneign flyst á milli ævisafna í Ævileiðinni á þremur árum í jöfnum áföngum. Sjóðfélagar sem eru 44 ára og yngri greiða í Ævisafn I. Frá 45 ára aldri greiða sjóðfélagar iðgjöld sín í Ævisafn ll og frá sama tíma hefst flutningur inneignar úr Ævisafni I í Ævisafn ll og lýkur 48 ára. Á sama hátt hefst iðgjaldagreiðsla og flutningur úr Ævisafni II í Ævisafn lll við 57 ára aldur sjóðfélaga og lýkur 60 ára.
  • Þeir sem ekki velja sér verðbréfasafn ávaxta inneign sína samkvæmt Ævileiðinni.

 

Fyrirvari

Líkanið og ráðgjöf sjóðsins byggja á sögulegum gögnum um sveiflur í ávöxtun hlutabréfa og skuldabréfa. Þó að gögnin spanni rúma öld geta þau ekki sagt fyrir um óorðna hluti  og ákvarðanir um val á ávöxtunarleið eru á ábyrgð sjóðfélagans sjálfs.

Fæðingarár gefur ávöxtunarleið

Dragðu ljósbláa depilinn á fæðingarárið þitt til að sjá hvaða ávöxtunarleið hentar.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn