Eignir
Þú ert hér: Forsíða Ávöxtun Ávöxtunarleiðir Húsnæðissafn

Húsnæðissafn

  • Húsnæðissafn hentar sjóðfélögum sem vilja nýta séreignarsparnað til að safna fyrir kaupum á fasteign og/eða greiða inn á lán vegna fasteignakaupa.
  • Safnið var stofnað í október 2016 eftir að lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð voru samþykkt frá Alþingi. Lögin fjalla um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar sem safnast hefur, til kaupa á fyrstu íbúð og/eða ráðstöfun sparnaðarins inn á lán sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð.
  • Safnið hefur heimild til að fjárfesta í veðskuldabréfum (sjóðfélagalánum) og sértryggðum skuldabréfum fjármálafyrirtækja og einnig í ríkisskuldabréfum og bankainnlánum.
  • Stærstur hluti eigna safnsins er veðtryggður (stefna 70%) og verðtryggður (60 – 80%).
  • Búast má við því að ávöxtun safnsins verði stöðug og að sveiflur (flökt) í ávöxtun safnsins verði litlar.
  • Veðskuldabréf (sjóðfélagalán) eru gerð upp miðað við vaxtakjör (uppgreiðsluverð) og taka því ekki hefðbundnum markaðssveiflum.
  • Gera má ráð fyrir því að eignir safnsins þróist með svipuðum hætti og húsnæðislán og því getur safnið dregið úr áhættu hjá sjóðfélögum sem skulda húsnæðislán og spara á sama tíma.
  • Safnið er opið öllum sjóðfélögum og hentar einnig þeim sem vilja litlar sveiflur í  ávöxtun og vilja að stærstur hluti eignasafns sé veðtryggður og verðtryggður.
  • Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um safnið.
Innlend skuldabréf og laust fé
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn