Ávöxtunarleiðir

  • Yfirleitt er mælt með því að ungt fólk fjárfesti í ávöxtunarleiðum sem sveiflast meira, þykja áhættusamari en bera að jafnaði hærri langtímaávöxtun.
  • Fólk hefur hins vegar mismunandi þol gagnvart sveiflum. Sumt ungt fólk hefur lítið þol gagnvart sveiflum og sumt eldra fólk mikið þol.
Þú er hér: Forsíða Ávöxtun Ávöxtunarleiðir Val

Ein af sjö eða Ævileiðin

Þriðjungur skylduiðgjalds og allur viðbótarlífeyrissparnaður fer í séreignarsjóð hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Sjóðfélagar geta valið á milli sex stakra ávöxtunarleiða, auk Ævileiðarinnar, fyrir séreignina.

  • Algengast er að sjóðfélagar velji Ævileiðina en í henni flyst inneignin sjálfkrafa á milli Ævisafnanna þriggja eftir því sem sjóðfélagi eldist.
  • Ævisöfnin eru blönduð verðbréfasöfn. Ævisafn I er ætlað sjóðfélögum 44 ára og yngri, Ævisafn II 45-56 ára og Ævisafn III 57 ára og eldri.
  • Innlánasafn fjárfestir eingöngu í innlánum og er ætlað þeim sem eru farnir að nálgast eftirlaun, taka út lífeyri eða hafa lítið þol fyrir sveiflum.
  • Húsnæðissafn fjárfestir í skuldabréfum og innlánum og hentar þeim sem vilja safna séreignasparnaði inn á fyrstu fasteign.
  • Ríkissafn langt fjárfestir í löngum ríkisskuldabréfum og er ætlað þeim sem vilja fjárfesta í ríkisskuldabréfum og þola sveiflur í ávöxtun.
  • Ríkissafn stutt fjárfestir að mestu leyti í stuttum ríkisskuldabréfum og er ætlað þeim sem vilja fjárfesta í ríkisskuldabréfum og hafa lítið þol fyrir sveiflum í ávöxtun.
  • Ef sjóðfélagi velur ekki ávöxtunarleið er Ævileiðin sjálfkrafa valin.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn