Lán hjá Almenna

Sjóðfélagar geta tekið lán hjá sjóðnum á hagstæðum kjörum gegn veði í fasteign.

  • Í boði eru verðtryggð lán með föstum eða breytilegum vöxtum og óverðtryggð lán með föstum vöxtum til 12 mánaða.
  • Lánstími lána er sveigjanlegur, frá 5 árum til allt að 40 ára og enginn kostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána.

Óverðtryggt

6,05%
vextir eru fastir til 12 mánaða í senn.

Verðtryggt – fastir vextir

3,70%
vextir eru fastir út lánstímann.

Verðtryggt – breytilegir vextir

2,83%
vextir breytast mánaðarlega.

Smelltu hér til að skoða vaxtatöflu breytilegra vaxta

Lánsfjárhæð: Allt að 50 milljónir króna á 1. veðrétti. Allt að 30 milljóna króna lán á 2. veðrétti eða aftar.
Veðhlutfall: Hámark 70%  af kaupverði fasteignar eða gildandi fasteignamati á 1. veðrétti. Hámark 60% á seinni veðrétti. Veðsetning má þó aldrei vera hærri en sem nemur brunabótamati íbúðarhúsnæðisins ásamt lóðarmati.
Lánstími: Frá 5 til 40 ára.
Lánsform: Verðtryggt lán með föstum eða breytilegum vöxtum eða óverðtryggt lán með föstum vöxtum til 12 mánaða í senn.
Kostnaður: Lántökugjald er 55.000 krónur, kostnaður við skjalagerð er samkvæmt gjaldskrá sjóðsins og þinglýsingargjald greiðist hjá sýslumanni. Enginn kostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.

Greiðslutilhögun

Jafnar afborganir

Þegar lán eru með föstum afborgunum greiða lántakar alltaf sama höfuðstól og því lækka vextir eftir því sem höfuðstóll lækkar. Ef vextir eru fastir út lánstímann og ekki er reiknað með verðbólgu er greiðsla af höfuðstól alltaf sú sama. Afborgun er hærri í upphafi en á láni með jöfnum greiðslum en lægri í lok tímabils.

Jafnar greiðslur

Þegar lán eru með jöfnum greiðslum vega vextir hærra en afborganir framan af en en síðar snýst hlutfallið við. Ef vextir eru fastir út lánstímann og ekki er reiknað með verðbólgu er afborgun alltaf sú sama. Greiðslubyrði er lægri í upphafi lánstíma en á láni með jöfnum afborgunum en hærri í lok tímabils.Í dæminu hér að ofan er reiknað með láni til 40 ára með 3,85% föstum vöxtum á ári en ekki er reiknað með verðbólgu. Við gerð á greiðsluáætlun verðtryggða lána er reiknað með verðbólgu síðastliðið ár og einnig meðalverðbólgu síðastliðin 10 ár. Nánari samanburð á lánum með jöfnum afborgunum og jöfnum greiðslum má sjá í má sjá hér.

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn