• 1. Get ég fengið lán hjá Almenna?
 • 2. Fylgiskjöl
 • 3. Fylla út umsókn
Til að geta fengið lán hjá Almenna lífeyrissjóðnum þarf að uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:

 • Vera virkir sjóðfélagar þ.e. hafa greitt skylduiðgjald a.m.k. síðustu þrjá mánuði eða viðbótarlífeyrissparnað í a.m.k. tvö ár.
 • Vera líf­eyrisþegar hjá sjóðnum.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja lánsumsókn:

 • Nýtt veðbókarvottorð (sjóðurinn getur útvegað það, kostnaður skv. gjaldskrá).
 • Öll fylgigögn vegna greiðslumats og heimild til að sjóðurinn fái fjárhagsupplýsingar frá Creditinfo, sjá gjaldskrá 
 • Afrit af síðustu greiðslukvittunum þeirra lána sem hvíla á fasteigninni og afrit af tryggingabréfum sem hvíla á eigninni.
 • Afrit af þinglýstum kaupsamningi hafi eignin skipt um eigendur á síðustu þremur árum.
 • Fasteignamat.
 • Húseignir í smíðum þurfa að vera komnar með fokheldisvottorð ásamt smíðatryggingu og kvittun fyrir greiðslu gatnagerðargjalda.

 • Ef öll gögn eru tibúin getur þú sent inn umsókn.
 • Smelltu hér til að fylla út umsókn og samþykkja að sjóðurinn taki út lánshæfismat frá Creditinfo
 • Vinsamlegast pantið tíma hjá ráðgjafa hér áður en þið komið með skjölin.
 • Umsókn ásamt öllum fylgiskjölum er skilað inn á skrifstofu sjóðsins í Borgartúni 25. Þar tekur ráðgjafi á móti þér og afhendir greiðsluáætlun, staðlaðar upplýsingar og upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði sem þarf að undirrita.

Ertu með spurningu? Ráðgjafar Almenna geta aðstoðað þig. Sendu tölvupóst á almenni@almenni.is eða hringdu í síma 510 2500.

 

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn