Verðtryggt eða óverðtryggt lán?

Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum sínum upp á hagstæð veðlán. Sjóðurinn býður verðtryggð og óverðtryggð lán en auk þess er hægt að taka blandað lán sem er þá tekið í tveimur hlutum. Hér fyrir neðan er farið yfir helstu kosti og galla hvers fyrirkomulags fyrir sig.

Verðtryggt lán

Kostir:

 • Lægri greiðslubyrði
 • Stöðug greiðslubyrði

Gallar:

 • Hæg eignarmyndun
 • Verðbætur leggjast við höfuðstól

Blandað lán

Kostir:

 • Stöðugri en óverðtryggð lán
 • Dreifð vaxtaáhætta

Gallar:

 • Aukinn umsýslukostnaður
 • Fleiri greiðslukröfur hver mánaðarmót

Óverðtryggt lán

Kostir:

 • Hraðari eignarmyndun
 • Engar verðbætur

Gallar:

 • Hærri greiðslubyrði
 • Meiri sveiflur í greiðslubyrði

 

 • Verðtryggð lán hækka með breytingu á vísitölu neysluverðs. Verðbætur bætast við höfuðstól og koma til greiðslu á lánstíma lánsins. Við útreikning á einstökum greiðslum hækkar hver afborgun í takt við verðbólgu en vextir reiknast af verðbættum höfuðstól.
 • Við útreikning á greiðslum óverðtryggðra lána með jöfnum afborgunum er öllum áföllnum vöxtum bætt við næstu afborgun og því er greiðslubyrðin hærri framan af lánstímanum.

Hægt er að greiða inn á lánin án uppgreiðslugjalds hvenær sem er. Í boði eru lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum. Smelltu hér til að kynna þér muninn á þessu tvennu.

Nánari umfjöllum um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána er að finna í fræðslugreininni Verðtrygging, bjarnargreiði eða hagstæð kjör? sem hægt er að lesa hér.

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn