Hér fyrir neðan er listi yfir algengustu lánabreytingar og hvernig að þeim er staðið

Veðflutningur
Meginreglan er að nýtt veð uppfylli lánareglur sjóðsins. Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um nýtt veð (sambærilegar upplýsingar og þegar sótt er um nýtt lán).

Veðleyfi
Meginreglan er að veðstaða sjóðsins versni ekki eða að veðstaða standist kröfur sjóðsins þegar nýtt lán er veitt. Með umsókn þarf að fylgja greinargerð um beiðnina.

Skilmálabreyting
Beiðni um breytingu á greiðsluskilmálum getur verið beiðni um að lengja lánstíma eða flytja til gjalddaga. Reynt er að mæta óskum sjóðfélaga af sanngirni og er almenna reglan sú að breytingar á greiðsluskilmálum verði aldrei rýmri en á nýju láni. Með umsókn þarf að fylgja greinargerð um beiðnina.

Skuldaraskipti (Skuldskeyting)
Skuldaraskipti eru heimiluð á lánum gegn því að nýr skuldari uppfylli skilyrði um greiðslu- og lánshæfismat. Ef nýr skuldari er ekki sjóðfélagi bætist við fast vaxtaálag sem er 1%.

Smelltu hér til að sækja um breytingu á láni

Ertu með spurningu? Ráðgjafar Almenna geta aðstoðað þig:

Brynja


Sími: 510 2504
Netfang: brynja@almenni.is

Eva


Sími: 510 2502
Netfang: eva@almenni.is

Þórhildur


Sími: 510 2501
Netfang: thorhildur@almenni.is

Ásgerður

Ásgerður klippt
Sími: 510 2507
Netfang: asgerdur@almenni.is

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn