Íbúðarhúsnæði

  • Fasteignaveð þarf að vera í eigu lántaka eða að fyrir liggi þinglýstur kaup­samningur sem lántakandi er aðili að og mun eignast viðkomandi eign.
  • Aðeins er heimilað veð sem er í fullri eign lántaka eða í sameign með öðrum eða 100% eign hjúskaparmaka þar sem ekki liggur fyrir kaupmáli þar sem veðið er skráð séreign maka. Ef sameigendur eru ekki í hjúskap þurfa allir aðilar að vera lántakendur.
  • Veðsetning lána getur verið allt að 75% af metnu markaðsverði íbúðarhúsnæðis ef lán eru á 1. veðrétti, annars er hámarksveðsetning 65%.
  • Veðsetning má þó aldrei vera hærri en sem nemur brunabótamati íbúðarhúsnæðisins ásamt lóðarmati.
  • Ef sjóðfélagi hefur áður fengið lán hjá sjóðnum og sækir um viðbótarlán með sama veði og samanlögð veðsetning fer yfir 35% verður nýtt lán að vera á fyrsta veðrétti og eldra lán að vera innan 75% veðmarka.

 

Atvinnuhúsnæði

  • Ef veðsett eign er atvinnuhúsnæði má veðsetning með umbeðnu láni vera mest 35% af metnu markaðs­verði. Veð­setn­ing má þó aldrei vera hærri en 90% af bruna­bótamati.

 

Sumarhús

  • Ef veðsett eign er sumarhús er hámarkslán 12 milljónir og verður lánið að hvíla á fyrsta veðrétti.
  • Veðsetning með umbeðnu láni má vera mest 35% af metnu markaðsverði eða brunabótamati og gildir það mat sem lægra er.
  • Þar sem sumarhús eru oft yfirgefin í langan tíma er farið fram á að sumarhús séu tryggð fyrir öðrum tjónum en brunatjóni, t.d. gegn vatnstjóni, innbroti o.s.frv.
  • Gerð er krafa að lántakendur sendi einu sinni á ári afrit af tryggingaskírteini sínu en sé það ekki gert hefur lífeyrissjóðurinn heimild til að gjaldfella lánið.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn