Ertu að byrja að vinna?

Hvað þarf að hafa í huga þegar valinn er lífeyrissjóður? Nokkur mikilvæg atriði:

Hvernig lífeyrissjóður hentar þér?

Flestir lífeyrissjóðir á Íslandi eru eingöngu samtryggingarsjóðir. Hjá þeim sjóðum safnar þú réttindum til ellilífeyris til æviloka, ásamt öðrum réttindum. Almenni lífeyrissjóðurinn er hins vegar bæði samtryggingar- og séreignarsjóður. Tveir þriðju af skylduiðgjaldi fer í samtryggingarsjóð en þriðjungur fer í séreignarsjóð sem erfist og hægt er að taka út við 60 ára aldur.

Réttindi 

Áður en lífeyrissjóður er valinn er rétt að kynna sér réttindi sjóðsins og hvernig þú ert varin/n fyrir áföllum. Almenni lífeyrissjóðurinn veitir sjóðfélögum góð ellilífeyris-, örorku-, maka- og barnalífeyrisréttindi sem standast samanburð við það besta sem í boði er. Sjá nánar um réttindi.

Ávöxtun

Mikilvægt er að huga að eignasamsetningu ávöxtunarleiða. Hvernig ávöxtunin er, hversu miklar sveiflur eru í henni og hvernig áhættudreifing fjárfestinga er. Ávöxtun Almenna lífeyrissjóðsins hefur verið góð í gegnum tíðina. Smelltu hér til að skoða upplýsingar um ávöxtun.

Rekstur

Kynntu þér rekstur sjóðsins en það skiptir máli að kostnaðarhlutfall sé lágt og að upplýsingar um rekstur sjóðsins séu aðgengilegar. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um rekstur.

Upplýsingagjöf

panta ráðgjöf

Það skiptir miklu máli að upplýsingar um sjóðinn og rekstur hans sé miðlað á besta mögulega hátt hverju sinni. Almenni lífeyrissjóðurinn leggur mikla áherslu á upplýsingamiðlun og er talinn meðal bestu sjóða í Evrópu í þeim efnum. Sjóðurinn er sá eini á Íslandi sem birtir daglega gengi ávöxtunarleiða og mikinn fjölda fræðslugreinafrétta og kynningarefnis um lífeyrismál. Pantaðu ráðgjöf um lífeyrismál fyrir ungt fólk með því að smella á hnappinn hér til hliðar.

Í fremstu röð í Evrópu

Almenni lífeyrissjóðurinn er besti lífeyrissjóður í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa, samkvæmt fagtímritinu IPE.  Tvö ár í röð hefur tímaritið World Finance valið Almenna besta lífeyrissjóð á Íslandi árið. Þriðja tímaritið European Pensions hefur einnig valið sjóðinn meðal þeirra bestu í Evrópu fjögur ár í röð, annars vegar fyrir upplýsingagjöf og fyrir nýjungar. Lífeyrismál þín eru í góðum höndum hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

 

gerast sjóðfélagi

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn