Lífeyrir

Tilgangur Almenna lífeyrissjóðsins er að tryggja sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka og verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts.  Á þessari síðu má finna upplýsingar um mismunandi lífeyrisréttindi sem sjóðfélögum bjóðast. 

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Lífeyrir Barnalífeyrir

Réttur til barnalífeyris

  • Barnalífeyrir er greiddur með börnum sem óvinnufær eða látinn sjóðfélagi hefur haft á framfæri.
  • Barnalífeyrir er greiddur til 20 ára aldurs barns.
  • Sjóðfélagi þarf að hafa greitt iðgjald í að minnsta kosti 24 mánuði síðustu 36 mánuðina fyrir andlát, notið elli- eða örorkulífeyris við andlátið eða öðlast rétt til framreiknings.
  • Litið er á stjúpbörn og fósturbörn sem börn sjóðfélagans hafi hann haft þau á framfæri.
  • Barnalífeyrir er föst fjárhæð á mánuði sem er verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs.
  • Fjárhæð með hverju barni var kr. 31.775 í júlí 2013.
  • Eigi barn látins sjóðfélaga hvorki foreldri né kjörforeldri á lífi er greiddur tvöfaldur barnalífeyrir.
  • Inneign í séreignarsjóði skiptist á milli hjúskaparmaka og barna samkvæmt erfðalögum. Hlutur hjúskaparmaka er 2/3 en 1/3 inneignar skiptist jafnt á milli barna.
  • Veiti fráfall eða örorka sjóðfélagans börnunum jafnframt rétt til lífeyris úr öðrum lífeyrissjóði er barnalífeyrir úr Almenna lífeyrissjóðnum þá bundinn því skilyrði að sjóðfélaginn hafi síðast greitt iðgjöld til hans.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn