Lífeyrir

Tilgangur Almenna lífeyrissjóðsins er að tryggja sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka og verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts.  Á þessari síðu má finna upplýsingar um mismunandi lífeyrisréttindi sem sjóðfélögum bjóðast. 

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Lífeyrir Samtryggingarsjóður

Oft er talað um lífeyrissjóð sem verðmætustu eignina en honum er ætlað að endast frá starfslokum til æviloka. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum er ellilífeyrir greiddur úr samtryggingarsjóði annars vegar og hins vegar úr séreignarsjóði.

Samtryggingarsjóður

  • Hægt er að hefja töku ellilífeyris úr samtryggingarsjóði á aldrinum 60-72 ára.
  • Tekjuskattur er greiddur af lífeyrisgreiðslum en hægt er að nýta persónuafslátt.
  • Ellilífeyrir úr samtryggingarsjóði er greiddur til æviloka en fellur niður við andlát.
  • Fjárhæð ellilífeyrisgreiðslna úr samtryggingarsjóði ræðst af þeim iðgjöldum sem sjóðfélagi greiðir í sjóðinn á starfsævinni og af afkomu sjóðsins (ávöxtun og tryggingafræðilegu uppgjöri).
  • Viðmiðunaraldur ellilífeyris er 70 ára aldur og lækkar lífeyrir ef taka lífeyrisgreiðslna hefst fyrr. Á sama hátt hækkar lífeyrir ef töku lífeyris er frestað fram yfir 70 ára aldur.
  • Ellilífeyrir er borgaður út mánaðarlega með jöfnum greiðslum.
  • Mánaðarlegur lífeyrir er verðtryggður og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs.
  • Við andlát fellur ellilífeyrir niður en eftirlifandi maki fær greiddan makalífeyri og börn undir 20 ára aldri fá barnalífeyri.
  • Sækja þarf um ellilífeyri 10 dögum fyrir fyrstu útgreiðslu. Smelltu hér til að opna umsóknareyðublað.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn