Lífeyrir

Tilgangur Almenna lífeyrissjóðsins er að tryggja sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka og verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts.  Á þessari síðu má finna upplýsingar um mismunandi lífeyrisréttindi sem sjóðfélögum bjóðast. 

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Lífeyrir Makalífeyrir

Réttur maka við fráfall sjóðfélaga

 • Makalífeyrir er greiddur úr samtryggingarsjóði við fráfall sjóðfélaga.
 • Makalífeyrir er helmingur af fjárhæð örorkulífeyris.
 • Makalífeyrir er greiddur lengur ef yngsta barn sjóðfélaga er yngra en 20 ára eða ef maki er 50% öryrki og yngri en 67 ára.
 • Inneign í séreignarsjóði skiptist á milli hjúskaparmaka og barna samkvæmt erfðalögum, þ.e. 2/3 til hjúskaparmaka.
 • Hlutur erfingja í séreignarsjóði er að fullu laus til útgreiðslu við fráfall.
 • Makalífeyrir er greiddur eftirlifandi maka sjóðfélaga í a.m.k. 30 mánuði.
 • Ef sjóðfélagi var hættur að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð miðast fjárhæðin eingöngu við áunnin réttindi.
 • Hafi sjóðfélagi átt rétt á framreikningi við andlát legst  hluti framreikningsins við áunnin réttindi, sjá skilyrði fyrir  framreikning í umfjöllun um örorkulífeyrir.
 • Makalífeyrir er einnig greiddur ef sjóðfélaginn naut elli- eða örorkulífeyris við andlátið.

 

Skilgreining á maka

 • Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði er maki skil­greindur sem aðili sem var í hjúskap eða óvígðri sambúð með sjóðfélaga, enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát sjóðfélaga.
 • Með óvígðri sambúð er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem eiga sameiginlegt lögheimili, eru samvistum, eiga barn saman eða konan er þunguð eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. tvö ár.
 • Við fráfall fær maki sem uppfyllir þessi skilyrði greiddan makalífeyri úr samtryggingarsjóði.
 • Þessar reglur gilda hins vegar ekki við skiptingu inneignar í séreignarsjóði en þá er miðað við maka samkvæmt erfðalögum sem telst ein­göngu vera sá sem var í hjúskap með sjóðfélaga við fráfall.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn