Lífeyrir

Tilgangur Almenna lífeyrissjóðsins er að tryggja sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka og verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts.  Á þessari síðu má finna upplýsingar um mismunandi lífeyrisréttindi sem sjóðfélögum bjóðast. 

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Lífeyrir Örorkulífeyrir

Réttur við starfsorkumissi

  • Örorkulífeyrir er greiddur ef orkutap er metið 50% eða meira,
  • Fjárhæð örorkulífeyris miðast við áunnin lífeyrisréttindi og framreiknuð réttindi ef sjóðfélagi uppfyllir ákveðin skilyrði.
  • Örorkulífeyrir greiðist til 70 ára aldurs og þá hefjast greiðslur ellilífeyris.
  • Við 100% örorku greiðist séreignarsjóður út á 7 árum, annars lengist útgreiðslutími.

Sjóðfélagi á rétt á örorkulífeyri úr samtryggingarsjóði ef hann verður fyrir orkutapi sem metið er 50% eða meira og hefur orðið vanhæfur til að gegna starfi sínu. Örorkulífeyrir er miðaður við áunnin lífeyrisréttindi og framreiknuð réttindi ef sjóðfélagi uppfyllir eftirfarandi skilyrði.

  1. Sjóðfélagi hefur greitt til samtryggingarsjóðs Almenna lífeyrissjóðsins í a.m.k. þrjú ár á undanfarandi fjórum árum og greitt eigi minna en 41.390 kr. hvert ár. Fjárhæðin er verðtryggð og miðar við vísitölu neysluverðs í janúar 2005, gildi 239,0.
  2. Sjóðfélagi hefur greitt til samtryggingarsjóðs Almenna lífeyrissjóðsins í a.m.k. sex mánuði á síðasta tólf mánaða tímabili.
  3. Sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir orkutapi sem rekja má til ofnotkunar áfengis, lyfja eða fíkniefna.

Örorkulífeyrir greiðist ekki fyrstu þrjá mánuði eftir orkutap og greiðist ekki ef orkutapið hefur varað skemur en sex mánuði. Örorkulífeyrir er eingöngu greiddur ef sjóðfélagi hefur orðið fyrir sannanlegri tekjuskerðingu af völdum orkutapsins.

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn