Lífeyrir

Tilgangur Almenna lífeyrissjóðsins er að tryggja sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka og verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts.  Á þessari síðu má finna upplýsingar um mismunandi lífeyrisréttindi sem sjóðfélögum bjóðast. 

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Lífeyrir Séreignarsjóður
  • Þriðjungur af 12% skyldulífeyri eða 4% fer í séreignarsjóð hjá Almenna lífeyrissjóðnum.
  • Inneign í séreignarsjóði erfist og er greidd út samkvæmt erfðalögum.
  • Tekjuskattur er greiddur af lífeyrisgreiðslum en hægt er að nýta persónuafslátt.
  • Hefja má töku lífeyris úr séreignarsjóði við 60 ára aldur og úttekt er sveigjanleg. Hægt er að taka inneignina út í einu lagi eða á lengri tíma.
  • Lífeyrisgreiðslur eru greiddar 1. og 15. hvers mánaðar.
  • Sjóðfélagar geta valið á milli 6 mismunandi ávöxtunarleiða sem sveiflast mismunandi mikið og hafa mismunandi vænta langtíma ávöxtun.
  • Sækja þarf um útgreiðslu úr séreign tveimur virkum dögum fyrir útgreiðsludag. Smelltu hér til að sækja um útborgun séreignar vegna aldurs.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn