Opinn sjóður sérfræðinga

Opinn öllum sem geta valið sér i lífeyrissjóð. Vinsæll meðal sérfræðinga, starfsgreinasjóður fyrir arkitekta, hljómlistarmenn, leiðsögumenn, lækna og tæknifræðinga.

Hér á síðunni má finna upplýsingar um lífeyrismál þessara stétta

 

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Opinn sjóður sérfræðinga Læknar

Almenni lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður lækna. Lífeyrissjóður lækna var stofnaður árið 1967, sameinaðist Almenna lífeyrissjóðnum árið 2006 og er í dag einn af stoðum hans.

Samkvæmt kjarasamningi lækna er:

  • Lágmarksiðgjald lækna 15,5% af launum, læknar greiða 4% og heilbrigðisstofnanir 11,5%.
  • Lágmarksiðgjaldið skiptist þannig að 8% fer í samtryggingarsjóð og 7,5% í séreignarsjóð.
  • Vinnuveitandi greiðir 2% á móti allt að 4% viðbótarlífeyrissparnaði lækna.
  • Endurhæfingarsjóður er 0,10% af launum.

 

Þeir læknar sem eru með stofurekstur greiða 12% í lífeyrissjóð ásamt 0,10% í endurhæfingarsjóð.

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn