Opinn sjóður sérfræðinga

Opinn öllum sem geta valið sér i lífeyrissjóð. Vinsæll meðal sérfræðinga, starfsgreinasjóður fyrir arkitekta, hljómlistarmenn, leiðsögumenn, lækna og tæknifræðinga.

Hér á síðunni má finna upplýsingar um lífeyrismál þessara stétta

 

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Opinn sjóður sérfræðinga Einyrkjar

Einyrkjar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Allir eru skyldugir að greiða að lágmarki 12% af launum eða reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð. Þetta á einnig við um sjálfstæða atvinnurekendur og einyrkja.

  • Framlag einstaklings til viðbótarlífeyrissparnaðar getur verið allt að 2%.
  • Ekkert þak er á mótframlagi en skattalegt hagræði fer eftir rekstrarformi.
  • Endurhæfingarsjóður er 0,10% af launum.

Smelltu hér til að skoða með hvaða hætti hægt er að skila iðgjöldum.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Sjálfstæðum atvinnurekendum er heimilt að spara allt að 2% í viðbótarlífeyrissparnað og færa til frádráttar á persónulegu skattframtali en þá greiðir reksturinn mótframlag sem er frádráttarbær kostnaður. Það fer hins vegar eftir því í hvaða formi reksturinn er hvort það er hagkvæmt að reksturinn greiði mótframlag til lífeyrissparnað eða ekki.

  • Ef reksturinn er á eigin kennitölu getur verið skynsamlegt að greiða mótframlag og lækka þannig hagnað af rekstrinum. Með því móti er greiðslu tekjuskatts frestað þar til viðbótarlífeyrissparnaðurinn er greiddur út. Greitt er tryggingagjald af mótframlaginu.
  • Ef sjálfstæður rekstur er hins vegar í formi einkahlutafélags er óhagkvæmt að félag greiði mótframlag til lífeyrissparnaðar vegna skattlagningar: Af arðgreiðslum til eiganda greiðist: 20% tekjuskattur og 20% fjármagnstekjuskattur. Einstaklingar greiða tekjuskatt af launum á bilinu 37,34%-46,24% að frádregnum persónuafslætti.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn