Launagreiðendur

Á síðunni er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir launagreiðendur fyrir greiðslu iðgjalda.

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Launagreiðendur Iðgjöld og mótframlag

Um iðgjöld

 • Lágmarksiðgjald í Almenna lífeyrissjóðinn er 12% af launum.
 • Skipting á milli launagreiðanda og launþega fer eftir kjarasamningi eða ráðningarsamningi. Oftast greiðir launþegi 4% og launagreiðandi 8% (til 8,5%).
 • Launagreiðandi greiðir oftast 2% mótframlag í viðbótarlífeyrissparnað á móti a.m.k. 2% sparnaði launþega.
 • Launagreiðendum er skylt að draga lífeyrissjóðsiðgjald mánaðarlega af launum starfsmanna og skila því til viðkomandi lífeyrissjóðs eða vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
 • Gjalddagi iðgjalds er tíundi dagur næsta mánaðar eftir að launatímabili lýkur.
 • Eindagi iðgjalda er síðasti virki dagur næsta mánaðar eftir að launatímabili lýkur.
 • Sé greitt eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.


Skipting iðgjalda

Lágmarksiðgjald

 • Lágmarksiðgjald er 12% af heildarlaunum sjóðfélaga.
 • Til iðgjaldsstofns skal ekki telja hlunnindi sem greidd eru í öðru formi, svo sem fatnaður, fæði og húsnæði, eða greiðslur sem ætlaðar eru til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, t.d. ökutækjastyrkur, dagpeningar og fæðispeningar.
 • Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða 12% af launum eða reiknuðu endurgjaldi.
 • Skylt er að greiða í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til sjötugs og er algengast að launþegi greiði 4% og launagreiðandi 8% (til 8,5%).
 • Í Almenna lífeyrissjóðnum greiðist lágmarksiðgjald bæði í samtryggingar- og séreignarsjóð. Af 12% iðgjaldi greiðist 8% í samtryggingarsjóð og 4% í séreignarsjóð.


Viðbótariðgjald

 • Launþegum er heimilt að greiða allt að 4% af launatekjum í lífeyrissparnað til viðbótar þeim 4% sem ber að greiða í lífeyrissjóð.
 • Launagreiðanda er skylt að draga viðbótariðgjaldið af launþeganum og greiða til þess vörsluaðila lífeyrissparnaðar sem launþeginn velur.
 • Í langflestum kjarasamningum hafa launþegar samið um 2% mótframlag ef launþeginn sparar 2% af launum.
 • Öll iðgjöld umfram 12% lágmarksiðgjald eru skráð sem viðbótariðgjöld.


Endurhæfingarsjóður

 • Launagreiðendum er skylt að greiða 0,10% af launum í endurhæfingarsjóð
 • Sjóðurinn sér um að innheimta og skila til Virk.
 • Nánari upplýsingar um endurhæfingarsjóð er að finna á slóðinni www.virk.is
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn