Af hverju Almenni?

Á Íslandi er skylda að greiða 12% af launatekjum í lífeyrissjóð.

Almenni lífeyrissjóðurinn er góður kostur fyrir þá sem geta valið sér lífeyrissjóð. Hér á síðunni er að finna nokkrar ástæður fyrir því.

Þú er hér: Forsíða Lífeyrissjóður Af hverju Almenni? Einstök þjónusta

Markmið Almenna lífeyrissjóðsins er að veita úrvals þjónustu og ráðgjöf og upplýsa sjóðfélaga um réttindi og inneign. Flaggskipið í þjónustunni eru stöðufundir sem eru einkafundir sjóðfélaga með ráðgjafa Almenna. Á stöðufundunum er farið ítarlega yfir stöðu sjóðfélaga og hann aðstoðaður við að túlka þær upplýsingar sem liggja fyrir. Hann fær útprentaða skýrslu í hendur þar sem m.a. kemur fram:

  • Hvaða tekjum má eiga von á í eftirlaun m.v. núverandi sparnað.
  • Tryggingar við tekjumissi vegna veikinda eða slysa.
  • Hvaða bætur yrðu greiddar til þinna nánustu ef þú féllir frá.
  • Hver séreignin þín er og ávöxtun hennar.
  • Eignasamsetningu fjárfestingaleiða.
  • Yfirlit um samsetningu eftirlauna.

 

Smelltu hér og bókaðu stöðufund núna.