Nýr launagreiðendavefur

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur tekið í notkun nýjan launagreiðendavef. Innskráning á nýja vefinn er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum og því eru eldri lykilorð nú óvirk.

Aðgangur að vefnum

Í upphafi þurfa handhafar Íslykils fyrirtækisins að gefa þeim einstaklingum umboð sem sjá um iðgjaldaskil fyrir fyrirtækið. Þegar umboð hefur verið veitt fer viðkomandi inná launagreiðendavefinn með eigin Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Ef fyrirtækið þitt er ekki nú þegar með Íslykil getur þú sótt um hann hérna og verður hann sendur í netbanka fyrirtækisins.

Hægt er að veita einum eða fleiri aðilum aðgang að launagreiðendavefnum með því að veita umboð. Umboð eru veitt í ákveðin tíma og bera launagreiðendur ábyrgð á því að afturkalla umboð þegar starfsmenn láta af störfum.

Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig veita á umboð

Smelltu hér til að veita umboð

Smelltu hér til að opna launagreiðendavefinn

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn