Séreign inn á lán

Helstu atriði

Stjórnvöld hafa framlengt gildistíma frumvarps um heimild til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á lán og til húsnæðissparnaðar af óskattlögðum tekjum. Framlengingin gildir í tvö ár frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2019. Á þessari síðu er að finna helstu atriði varðandi málið. Ganga þarf frá ráðstöfuninni á www.leidretting.is.

 

Greiðslur inn á lán

 • Heimilt að greiða 1.500 þúsund krónur á 3 árum fyrir einstakling,en 2.250 þúsund fyrir hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar.
 • Heimilt að greiða allt að 4% framlag launþega og 2% framlag launagreiðanda, hámark 500 þús. kr. á ári fyrir einstakling en 750 þús fyrir hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar
 • Gildir fyrir iðgjöld sem verða greidd fyrir tímabilið 1. júlí 2014 til 30. júní 2019.
 • Skilyrði er að lán sé tekið til öflunar eigin húsnæðis, tryggð með veði og að vaxtagjöld séu grundvöllur til vaxtabóta (lán á reit 5.2 í skattframtali).
 • Heppilegast er að velja Innlánasafn fyrir þá sem hyggjast nýta sér að greiða viðbótarlífeyrissparnað inn á húsnæðislán.

Húsnæðissparnaður

 • Þeir sem eiga ekki íbúðarhúsnæði geta nýtt séreignarsparnað með skattaafslætti til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota.
 • Hægt að kaupa íbúðarhúsnæði til 30. júní 2019, vegna iðgjalda á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2019, án þess að skattaafsláttur falli niður.
 • Kaupi fjölskylda íbúðarhúsnæði fyrir 30. júní 2019 er heimilt að sækja um að greiða séreignarsparnað inn á áhvílandi lán á viðkomandi fasteign út gildistímann
 • Skilyrði er að einstaklingur hafi ekki átt fasteign 1.7.2014 og fram að þeim tíma þegar hann sækir um ráðstafa séreignarparnaðinum inn á húsnæðislán. Húsnæðið þarf að vera til eigin nota.
 • Sérstakar reglur um skattfrjálsan húsnæðissparnað eða innborgun á lán í 10 ár vegna fyrstu fasteignar taka gildi 1. júlí 2017.

 

Hefja viðbótarsparnað

 • Framlag launagreiðanda verður ekki hærra en 167.000 á ári fyrir einstaklinga en 250.000 fyrir hjón.
  • Til að einstaklingur fullnýti skattaafsláttinn með 2% iðgjaldi þarf hann að hafa um 1.390 þúsund í mánaðarlaun og hjón um 2.100 þúsund.
  • Með 4% iðgjaldi þarf einstaklingur að vera með um 695.000 til að fullnýta skattaafsláttinn en hjón með rúmlega 1.040 þúsund.

Heimild og nánari upplýsingar: Vefur Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í fræðslugreininni Hægri vasi eða vinstri með skattaafslætti er farið ítarlegar yfir málið. Smelltu hér til að skoða greinina.

Almenni mælir með

Viðbótarlífeyrissparnaður er hagkvæmasti sparnaður sem völ er á vegna mótframlags launa­greiðenda.  Sá möguleiki að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á lán gerir sparnaðinn enn hagstæðari og er í raun ómótstæðilegt tilboð fyrir þá sem skulda húsnæðislán. Hér koma nokkrar ráðleggingar.

 • Tryggðu þér mótframlag launagreiðanda með því að gera samning um að greiða 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað. Ef þú treystir þér til skaltu hækka eigið framlag í það hámark sem launþegar mega greiða óskattlagt í séreignarsparnað, 4% af launum frá og með 1. júlí 2014. Smelltu hér til að sækja um.
 • Nýttu þér tilboð ríkissjóðs um að greiða séreignarsparnað með skattaafslætti inn á húsnæðislán. Þessi ráðlegging á ekki við þá sem eru í fjárhagsvandræðum og eiga á hættu að verða gjaldþrota.
 • Veldu vörsluaðila af kostgæfni. Kynntu þér ávöxtunarleiðir og umsjónarkostnað.
 • Veldu ávöxtunarleið eftir sparnaðartíma og áhættuþoli. Þeir sem hyggjast greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán ættu að velja ávöxtunarleið sem sveiflast lítið til að draga úr líkum á að iðgjöldin lækki áður en þau greiðast inn á húsnæðislán.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn