Almennt um Almenna

Almenni lífeyrissjóðurinn er fullgildur lífeyrissjóður og hefur starfsleyfi samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrissjóða og starfsemi lífeyrissjóða. Á síðunni er að finna almennar upplýsingar um starfsemi sjóðsins.

Þú er hér: Forsíða Um Almenna Almennt um Almenna Saga sjóðsins

Saga Almenna lífeyrissjóðsins nær yfir marga áratugi og eru rætur hans bæði langar og traustar. Í raun samanstendur sjóðurinn af átta lífeyrissjóðum sem hafa sameinast en á mismunandi tímum. Þeir lífeyrissjóðir sem hafa sameinast í Almenna lífeyrissjóðinn eru ALVÍB (Almennur lífeyrissjóður VÍB), Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður lækna og Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands.

Almenni lífeyrissjóðurinn er opinn fyrir alla en sjóðurinn er jafnframt starfsgreinasjóður arkitekta, lækna, leiðsögumanna, hljómlistarmanna og tæknifræðinga.

Nokkur mikilvæg skref í þróun Almenna lífeyrissjóðsins:

 • 1965: Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands stofnaðir
 • 1967: Lífeyrissjóður arkitekta og Lífeyrissjóður lækna stofnaðir
 • 1968: Lífeyrissjóður starfsfólks SÍF, LSÍF stofnaður
 • 1970: Lífeyrissjóður FÍH stofnaður
 • 1977: Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, LFL, stofnaður
 • 1990: ALVÍB, Almenni lífeyrissjóður VÍB, stofnaður
 • 1995: ALVÍB og Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna sameinast undir nafni ALVÍB
 • 1996: ALVÍB og Lífeyrissjóður FÍH sameinast undir nafni ALVÍB
 • 1997: ALVÍB og Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF sameinast undir nafni ALVÍB
 • 1998: Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands og Lífeyrissjóður arkitekta sameinast og stofna Lífeyrissjóð arkitekta og tæknifræðinga, LAT. ALVÍB býður sjóðfélögum að velja milli mismunandi verðbréfasafna og kynnir Ævileiðina. Ævisöfn I-III stofnuð
 • 1999: ALVÍB stofnar samtryggingarsjóð
 • 2000: Lífeyrissjóður lækna breytir yfir í aldurstengt réttindakerfi
 • 2002: ALVÍB stofnar Ævisafn IV
 • 2003: ALVÍB og LAT sameinast og stofna Almenna lífeyrissjóðinn
 • 2006: Lífeyrissjóður lækna og Almenni lífeyrissjóðurinn sameinast undir nafni Almenna lífeyrissjóðsins
 • 2008: Innlánasafn og Ríkissöfn stofnuð
 • 2009: Almenni hefur sjálfstæðan rekstur
 • 2010: Nýr sjóðfélagavefur. Sjóðfélagar geta breytt um ávöxtunarleið á vefnum
 • 2011: Almenni býður stöðufundi, sérstaka einkafundi með ráðgjafa
 • 2012: Ævisafn IV sameinast Innlánasafni
 • 2013: Almenni er tilnefndur til verðlauna í Evrópu fyrir upplýsingamiðlun
 • 2014: Almenni valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi af World Finance tímaritinu, einn af fimm bestu lífeyrissjóðum í Evrópu skv IPE tímaritinu og annað árið í röð valinn meðal bestu lífeyrissjóða í Evrópu í upplýsingamiðlun til sjóðfélaga.
Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn