Viðbótarlífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður er besti sparnaður sem völ er á. Hér eru nokkrar helstu ástæður þess.hb myndbandsstilla3

2% launahækkun

Mótframlag launagreiðanda gerir það að verkum að viðbótarlífeyrissparnaður jafngildir allt að 2% launahækkun. Þetta mótframlag færðu ekki nema að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað og gerir það að verkum að sparnaðurinn verður tvöfalt meiri en venjulegur sparnaður.

Hærri eftirlaun

Viðbótarlífeyrissparnaður rýmkar fjárhaginn á eftirlaunum og gerir hann sveigjanlegri. Algengt er að ellilífeyrir sé aðeins um 40% af lokalaunum þegar greitt er 12% af launum í lífeyrissjóð alla ævi.

Séreign sem erfist

Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign þess sem leggur fyrir sem þýðir að sparnaðurinn erfist við fráfall. Viðbótarlífeyrissparnaður er lögvarin eign sem þýðir að sparnaðurinn er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot. Þetta þýðir að þó að fólk verði gjaldþrota getur það samt átt séreignarsparnað.

Enginn fjármagnstekjuskattur

Viðbótarlífeyrissparnaður er greiddur óskattlagður í séreignarsjóð en útborganir eru skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur. Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun sjóðsins.

Séreign inn á lán

Fram á mitt ár 2017 gera stjórnvöld fólki kleift að nota ný iðgjöld viðbótarlífeyrissparnaðar til að greiða inn á húsnæðislán. Óhætt er að mæla með að fólk nýti sér þetta enda er umtalsverður skattaafsláttur í boði. Undantekning frá þessu er ef fólk á í fjárhagserfiðleikum og hætta er á gjaldþroti. Smelltu hér til að skoða sérstaka upplýsingasíðu um málið.

Aðstoð við kaup á 1. eign9-sek-gif-fyrir-vef

Um mitt ár 2016 taka gildi ný lög til sem er ætlað að aðstoða ungt fólk við að koma sér þaki yfir höfuðið. Lögin fjalla um skattfrjálsa úttekt séreignar­sparnaðar sem safnast hefur, til kaupa á fyrstu íbúð og/eða ráðstöfun sparnaðarins inn á lán sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð. Samkvæmt þeim er hægt að nota séreignarsparnað til að spara skattfrjálst fyrir útborgun í fyrstu fasteign eða inn á höfuðstól láns.  Almenni hefur nýja stofnað ávöxtunarleið Húsnæðissafn, sem hentar þeim sem hyggjast nýta sér þetta. Hægt er að sækja um Húsnæðissafn og annan viðbótarlífeyrissparnað með rafrænum skilríkjum með því að smella hér eða á myndina hér að neðan.

2% verða 4%

Frá og með 1. júlí 2014 féll úr gildi tímabundin lækkun á hámarksiðgjaldi launþega. Launþegum verður því á ný kleift að greiða allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrirssparnað í stað 2%. Mótframlag launagreiðenda verður eftir sem áður allt að 2% og hámarks viðbótarlífeyrissparnaður hækkar því úr 4% í 6%. Iðgjöld þeirra sem áður voru með samning um að greiða 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað, eiga að hækka sjálfkrafa en þeir sem vilja hækka eða lækka iðgjöld þurfa að gera um það nýjan samning. Ef þú vilt fá útfylltan samning sendan í tölvupósti getur þú fyllt út þetta form.

Virkjaðu viðbótarsparnaðinn

Ef þú varst með samning um viðbótarsparnað hjá Almenna sem ekki er lengur virkur er auðvelt að endurvekja hann. Smelltu hér til að virkja sparnaðinn á ný.

NÝTT – Byrjaðu með rafrænum skilríkjumHefja viðbótarsparnað núna

Ef þú ert með rafræn skilríki er mjög einfalt að byrja strax að með viðbótarlífeyrissparnað eða að gera breytingar á viðbótarlífeyrissparnaði með rafrænum skilríkjum.

 

 

 

 

Almenni lífeyrissjóðurinn - Borgartúni 25, 105 Reykjavík - kt. 450290-2549 - Sími: 510-2500 - Fax: 510-2550 - Netfang: almenni@almenni.is - Afgreiðslutími: Milli 9:00 og 16:00 virka daga - © Almenni lífeyrissjóðurinn