Upplýsingar birtar á vefsíðu og netspjalli Almenna eru samkvæmt bestu vitund sjóðsins á hverjum tíma og ekki er tekin ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru eða öðrum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga frá sjóðnum. Áréttað er að fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, til dæmis hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur því ekki vísbendingu um árangur í framtíð. Almenni getur ekki ábyrgst að upplýsingar séu réttar og geta þær breyst án fyrirvara. Almenni ber því ekki í neinu tilviki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsinga- eða ráðgjöf sjóðsins, né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vefsíðu og netspjalli sjóðsins. Þar með talið en ekki einskorað við, ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda.

Fræðslusíður Almenna eru skrifaðar af starfsmönnum sjóðsins. Efni og innihald greinanna eru ekki mat eða skoðanir Almenna heldur einungis þeirra sem þær skrifa. Greinar á fræðslusíðu sjóðsins eru stutt samantekt á því efni sem fjallað er um hverju sinni og eru skrifaðar samkvæmt bestu vitund höfundar og með hliðsjón af upplýsingum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Almenni, greinahöfundar og aðrir starfsmenn sjóðsins bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru eða öðrum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli efnis og upplýsinga er birtist á fræðslusíðu sjóðsins.

Almenni á höfundarrétt að öllum þeim upplýsingum sem birtar eru á vefsíðu sjóðsins nema annað sé sérstaklega tekið fram eða það leiði af lögum eða eðli máls. Skriflegt samþykki Almenna þarf til að endurbirta, dreifa eða afrita þær upplýsinga sem fram koma á vefsíðu sjóðsins.

Framangreindir fyrirvarar eiga jafnframt við um allt efni sem er sett af hálfu Almenna inn á samfélagsmiðla.