Bundin séreign, tvíeggjað sverð – Almenni
  • Skyldusparnaður
  • Viðbótarsparnaður
  • Ávöxtun
  • Lán
  • Launagreiðendur
  • Almenni Pension Fund
  • Investment plans
  • Loans
  • About Almenni

Hver er ávinningur af því að greiða hluta af lágmarksiðgjaldi í bundna séreign?
Hvað kostar það sjóðfélaga að greiða lífeyrisiðgjöld í erfanlega leið?

Með lögum um lífeyrissjóði sem voru samþykkt í desember 1997 var sjóðunum gert skylt að tryggja sjóðfélögum lífeyrisgreiðslur til æviloka. Með sömu lögum var lífeyrissjóðum heimilað að bjóða sjóð­félögum að greiða hluta lágmarksiðgjalds í séreignarsjóð. Hjá Almenna lífeyris­sjóðnum komu fram sterkar raddir um að útfæra leið fyrir sjóðfélaga svo þeir gætu áfram lagt áherslu á að byggja upp eftirlaunasparnað með séreignarfyrirkomulagi. Til að hafa val fyrir sjóðfélaga lögðu stjórnendur Almenna til að sjóðfélagar gætu valið á milli fjögurra mismunandi leiða sem væru breytilegar eftir því hvenær taka lífeyris úr samtryggingar­sjóði hæfist eða frá 70, 75, 80 og 85 ára aldri. Ef taka lífeyris hæfist eftir 70 ár aldur skyldi hluti lágmarksiðgjalds greiðast í svokallaða bundna séreign sem væri laus til útborgunar frá 70 ára aldri til 74, 79 eða 84 ára eftir því hvaða leið væri valin.

Þegar Almenni fór af stað með leiðirnar fjórar var ákveðið að hafa leið I sjálfgefna fyrir sjóðfélaga. Leiðin þótti íhaldsömust en samkvæmt henni var öllu iðgjaldi til lágmarkstryggingaverndar ráðstafað í samtryggingarsjóð sem greiddi ævilangan lífeyri frá 70 ára aldri. Í leið I var engin bundin séreign. Svo fór að fáir völdu leiðir II-IV með bundinni séreign. Eftir nokkur ár var ákveðið að einfalda valið fyrir sjóðfélaga og bjóða bara eina leið þar sem bundin séreign greiddi lágmarkslífeyri á aldursbilinu 70-79 ára. Seinna eða um áramótin 2005/2006 ákvað sjóðurinn svo að hætta að bjóða sjóðfélögum val um hluti af lágmarkslífeyri væri greiddur með bundinni séreign. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var að svo fáir sjóðfélagar höfðu valið þessa leið að það þótti ekki réttlætanlegt að halda áfram með þessa þjónustu vegna kostnaðar. Einnig höfðu starfsmenn sannfærst um að leiðir sem byggðu á bundinni séreign væru óhagkvæmar fyrir flesta sjóðfélaga þar sem þær geta leitt til lægri lífeyris.

Í nýrri fræðslugrein – Bundin séreign er tvíeggjað sverð– er fjallað um kosti og ókosti bundinnar séreignar.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fyrstur fréttirnar um viðburði og annað er viðkemur lífeyrismálum og starfsemi sjóðsins.