• Skyldusparnaður
 • Viðbótarsparnaður
 • Ávöxtun
 • Lán
 • Launagreiðendur
 • Almenni Pension Fund
 • Investment plans
 • Loans
 • About Almenni

Ársfundur 2018

02. mars 2018

Ársfundur 2018

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15.

Dagskrá.

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Ársreikningur 2017 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
 3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
 4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Sjá tillögur hér, samþykktir með tillögum hér.
 5. Kosning stjórnar.
 6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
 7. Ákvörðun um laun stjórnar.
 8. Önnur mál.

Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 15. mars 2018 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is.

Samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Á ársfundi sjóðsins lýkur kjörtímabili Ástríðar Jóhannesdóttur og Huldu Rósar Rúriksdóttur og því skal kjósa tvær konur í aðalstjórn. Að auki skal kjósa einn varastjórnarmann sem má vera af hvoru kyni þar sem fyrir eru varastjórnarmenn af sitt hvoru kyni.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Almenni lífeyrissjóðurinn notar vefkökur (e. cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni.

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun