Ársfundur 2023

15. mars 2023

Ársfundur 2023

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 17:15 á Grand Hótel Reykjavík .

Dagskrá.

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Ársreikningur 2022 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
  3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
  4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
  5. Kosning stjórnar: Kjörnefnd kynnir niðurstöðu rafræns stjórnarkjörs sem lýkur kl. 16:00 þann 29. mars 2023.
  6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
  7. Ákvörðun um laun stjórnar.
  8. Önnur mál.

Rafræn kosning stjórnarmanna

Stjórnarkjör í Almenna lífeyrissjóðinn fer fram með rafrænum hætti í aðdraganda ársfundar. Tólf sjóðfélagar hafa boðið sig fram í tvö laus sæti í stjórn sjóðsins en einnig verður kosið um eitt laust sæti konu í varastjórn. Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram og eingöngu sjóðfélagar geta kosið á milli þeirra.

Kosning fer fram dagana 22. til 29. mars. Upplýsingar um frambjóðendur og rafrænt stjórnarkjör árið 2023 má lesa hér.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á ársfund sjóðsins.

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

 Streymt verður frá fundinum sem hægt verður að horfa á tengli neðar á þessari síðu.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.