Getum við aðstoðað?

Ársfundur 2025

19. mars 2025

Ársfundur 2025
Gengið í Kerlingafjöllum. Mynd: Helga Indriðadóttir

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl 2025 á Hilton Nordica Reykjavík, Suðurlandsbraut 2, kl. 17:15.

Dagskrá.

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Ársreikningur 2024 og tryggingafræðilega athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
  3. Kynning á fjárfestingarstefnu Almenna lífeyrissjóðsins.
  4. Tillögur um breytingar á samþykktum.
  5. Kosning stjórnar. Úrslit tilkynnt.
  6. Kosning í endurskoðunarnefnd.
  7. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
  8. Ákvörðun um laun stjórnar.
  9. Önnur mál.

Ársreikning sjóðsins, nánari upplýsingar um ársfundinn og breytingar á samþykktum má nálgast hér. Ársskýrsla Almenna fyrir árið 2024 má sjá í heild sinni hér.

Rafrænt stjórnarkjör

Rafrænt stjórnarkjör fer fram frá kl. 12:00 þann 26. mars til kl. 16:00 þann 2. apríl 2025. Að þessu sinni eru tvö sæti karla til kjörs í aðalstjórn og tvö sæti í varastjórn, annað skal skipað karli en hitt má skipa karli eða konu. Upplýsingar um frambjóðendur og leiðbeiningar um fyrirkomulag kosninga er að finna hér.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins

Sreymt verður frá fundinum hér fyrir neðan.