Góð ráð um atvinnuviðtöl og ferilskrá

23. júlí 2021

Góð ráð um atvinnuviðtöl og ferilskrá

Myndbönd í samstarfi við Hagvang

 

Þann 20. maí síðastliðinn áformaði Almenni að halda kynningarfund fyrir þá sem eru nýir á vinnumarkaði. Þar var ætlunin að fræða ungt fólk um ýmislegt sem er hagnýtt að vita við upphaf starfsferilsins. Af ástæðum sem óþarft er að nefna var ekki hægt að halda fundinn og í framhaldinu var ákveðið að gera myndbönd til fræðslu og birta við fyrsta tækifæri. Nú þegar hafa þrjú myndbandanna verið birt á nýrri síðunni Ég er ný/nýr!, en það eru Lífeyrissjóður, hvað er það? Viðbótarlífeyrissparnaður, af hverju? og Af hverju Almenni? Hér er svo að finna síðustu tvö myndböndin en þau voru gerð í samtarfi við ráðningar og ráðgjafarfyrirtækið Hagvang. Myndböndin fjalla um Atvinnuviðtalið annars vegar og Ferilskrána hins vegar en þar fjallar Stefanía Hildur Ásmundsdóttir um þessa mikilvægu þætti í því að verða sér úti um starf.

 

 


Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.