Kveður skarfurinn veiruna burt?
19. febrúar 2021

Skrifstofan opnar á ný
„Lóan er komin að kveða burt snjóinn“ segir í kvæðinu. Það er líklega full snemmt að boða komu sumarsins þó að hlýtt hafi verið í veðri undanfarna daga. Ekki liggur heldur fyrir hver skilaboð dílaskarfsins voru sem kom sér fyrir á steini við sjóinn beint fyrir framan skrifstofu sjóðsins í Borgartúni 25. Það er þó upplagt að nota myndina af honum til að boða þau tíðindi að skrifstofa Almenna opnar á ný frá og með 24. febrúar. Til að gæta fyllstu varúðar verður í fyrstu eingöngu tekið á móti fólki í fyrirfram bókuðum viðtalstímum.
Skarfurinn hreyfði sig hvergi þó að fjöldi fólks myndaði hann í bak og fyrir. Það er ljóst að hér var enginn leiðindaskarfur á ferðinni, heldur miklu frekar skemmtiskarfur.
Við biðjum sjóðfélaga vinsamlega um að fylgja ítrustu sóttvarnarreglum í viðtölum:
- Vera með andlitsgrímu
- Sinna handþvotti og spritta hendur
- Virða tveggja metra regluna
- Sleppa heimsókn ef fólk finnur fyrir einkennum, bíður niðurstöðu úr sýnatöku eða hefur verið erlendis á síðustu 14 dögum.
Eftir sem áður geta sjóðfélagar nýtt sér rafrænar þjónustleiðir Almenna. Nú er boðið er upp á fjarfundi í stað þess að mæta, hægt er að tala við ráðgjafa í síma 510 2500 og á netspjalli á skrifstofutíma. Utan opnunartíma er hægt að senda tölvupóst á almenni@almenni.is og á sjóðfélagavef er að finna uppfærðar upplýsingar um réttindi og séreign á myndrænu formi.
Smelltu hér til að bóka viðtal, hvort sem þú kýst að mæta, fá viðtalstíma í fjarfundi eða símtal frá ráðgjöfum Almenna.