Sjóðfélagafundur vegna tillögu um sameiningu
24. október 2025
Sjóðfélagafundur vegna tillögu um sameiningu Almenna lífeyrissjóðsins og Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, 11. nóvember 2025, kl. 17:15.
Dagskrá
- Kynning á samrunasamningi og áhrifum sameiningar.
- Tillögur um breytingar á samþykktum er lúta að sameiningu við Lífsverk lífeyrissjóð.
- Rafræn kosning um tillögu.
Á meðan rafræn kosning fer fram verður fundi frestað til fimmtudagsins 13. nóvember kl. 17:15. Þá hefst fundur á ný á skrifstofu Almenna lífeyrissjóðsins að Dalvegi 30, Kópavogi, og verður dagskrá fram haldið. - Úrslit rafrænnar kosningar kunngjörð.
- Önnur mál.
Rafræn kosning hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 11. nóvember og lýkur kl. 16:00 fimmtudaginn 13. nóvember 2025.
Á sama tíma fer fram aukaaðalfundur hjá Lífsverki lífeyrissjóði, sjá hér. Nánari upplýsingar á upplýsingasíðu um tillögu um sameiningu.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins
Streymt er frá báðum fundum hér að neðan.