Lán til sjóðfélaga

Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum sínum að taka lán á hagstæðum kjörum. Hægt er að sníða lánin að þörfum hvers og eins s.s. eftir greiðslugetu og lánstíma.

Þeir sem rétt hafa til að sækja um lán hjá Almenna lífeyrissjóðnum þurfa að uppfylla annað af eftirtöldum skilyrðum:

  • Vera virkir sjóðfélagar, þ.e. hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í sex af síðustu tólf mánuðum og að hafa greitt að lágmarki 500.000 í samtryggingarsjóð eða tvö ár og að lágmarki 500.000 krónur greiði þeir eingöngu í séreignarsjóð.
  • Vera lífeyrisþegar í sjóðnum.

Í boði eru verðtryggð lán með föstum eða breytilegum vöxtum og óverðtryggð lán með föstum vöxtum til 36 mánaða.

  • Hægt er að blanda saman lánsformum t.d. á milli verðtryggðs láns og óverðtryggðs.
  • Lánstími lána er sveigjanlegur, frá 5 árum til allt að 40 ára.
  • Enginn kostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.
  • Hámarks lánsfjárhæð er 50 milljónir gegn fyrsta veðrétti, 30 milljónir gegn síðari veðréttum en 15 milljónir ef sjóðfélagi greiðir aðeins viðbótarlífeyrissparnað.

Smelltu hér til að reikna út lán miðað við mismunandi forsendur.

Smelltu hér til að fylla út lánsumsókn.

Lánareglur

Smelltu hér til skoða gildandi lánareglur Almenna lífeyrissjóðsins.

Lánareglur Almenna eru byggðar á lögum um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016 og tilheyrandi reglugerð.

Lánabreytingar

Eftir að lán hefur verið gefið út þarf stundum að gera breytingar á skuldabréfum.  Skuldabréfið getur þurft að flytja á annað veð, gefa veðleyfi, annar yfirtaki lán vegna fasteignaviðskipta, stytta eða lengja lánstíma eða gera þarf breytingar vegna greiðsluerfiðleika.

  • Veðflutningur. Meginreglan er að nýtt veð uppfylli lánareglur sjóðsins. Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um nýtt veð ásamt sambærilegum upplýsingar og þegar sótt er um nýtt lán.
  • Veðleyfi. Meginreglan er að veðstaða sjóðsins versni ekki eða að veðstaða standist kröfur sjóðsins eins og um nýtt lán sé að ræða.
  • Skilmálabreyting. Beiðni um breytingu á greiðsluskilmálum getur verið beiðni um að lengja lánstíma eða flytja til gjalddaga. Reynt er að mæta óskum sjóðfélaga af sanngirni og er almenna reglan sú að breytingar á greiðsluskilmálum verði aldrei rýmri en á nýju láni. Með umsókn þarf að fylgja greinargerð um beiðnina.
  • Skuldaraskipti (skuldskeyting). Skuldaraskipti eru heimiluð á lánum gegn því að nýr skuldari uppfylli skilyrði um greiðslu- og lánshæfismat. Ef nýr skuldari er ekki sjóðfélagi bætist við fast vaxtaálag sem er 1%.

Aukagreiðslur inn á höfuðstól

Hægt er að greiða aukalega inn á höfuðstól lána hjá Almenna án sérstakrar þóknunar. Það er gert á eftirfarandi reikning.

Innborgunarreikningur: 0526-22-1
Kennitala: 421289-2639
Setjið lánsnúmer í skýringu
Sendið staðfestingu í tölvupósti á almenni@almenni.is

Eftirlit

Neytendastofa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, www.neytendastofa.is og Fjármálaeftirlitið, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, www.fme.is, hafa eftirlit með sjóðfélagalánum Almenna lífeyrissjóðsins, sbr. 1. mgr. 52. gr. og 1. mgr. 56. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Neytendastofa birti grein um þróun höfuðstóls fasteignalána á heimasíðu sinni sumarið 2018 en greinina má lesa hér.

Sjóðfélagar geta skotið ágreiningi um fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni tengda sjóðfélagalánum til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sbr. 2. gr. 10. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda.