• Skyldusparnaður
 • Viðbótarsparnaður
 • Ávöxtun
 • Lán
 • Launagreiðendur
 • Almenni Pension Fund
 • Investment plans
 • Loans
 • About Almenni

Iðgjaldaskil

Launagreiðendur geta skilað iðgjöldum á nokkra vegu til sjóðsins.

 • Við mælum með því að launagreiðendur nýti sér rafræn skil, annað hvort með því að senda skilagreinar beint úr launakerfinu eða með því að skrá skilagreinar í gegnum launagreiðendavefinn.
 • Með því að skila á rafrænan hátt beint úr launakerfinu eykst öryggi í gagnasendingum og villuhætta minnkar.

Skil úr launakerfi

 • Einfaldast er að senda skilagreinaskrá rafrænt til sjóðsins beint í gegnum launakerfið (XML-skil). Ef launagreiðendur óska eftir því að greiðsluseðill myndist í heimabanka þarf að hafa samband við sjóðinn og óska eftir því.
 • Í flestum launaforritum er verkliður sem útbýr skilagreinaskrá (TXT-skrá) sem hægt er að senda með tölvupósti til sjóðsins á netfangið skilagreinar@almenni.is

Launagreiðendavefur

Á launagreiðendavef geta launagreiðendur sótt upplýsingar um iðgjaldagreiðslur til sjóðsins og skráð skilagreinar.

 • Launagreiðendavefur er góð leið til að skrá og senda skilagreinar til sjóðsins. Til hægðarauka er hægt að yfirskrifa eldri skilagrein og breyta fjárhæðum og tímabili.
 • Innskráning á vefinn er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
 • Á launagreiðendavefnum eru upplýsingar um greiðslustöðu launagreiðanda á hverjum tíma.
 • Launagreiðendur geta sótt yfirlit um iðgjaldagreiðslur fyrir valið greiðslu- og launatímabil, fyrir einstaka launþega eða alla.
 • Launagreiðendur geta gefið endurskoðendum eða öðrum þeim sem sjá um launamál fyrirtækisins umboð að launagreiðendavefnum.

 

Rafrænar skilagreinar

Hægt er að fylla út opna rafræna skilagrein með því að smella hér.

Launagreiðendur geta einnig sent útfylltar skilagreinar með tölvupósti á netfangið skilagreinar@almenni.is, á faxi  í númer 510 2550 eða í bréfapósti til Almenni lífeyrissjóðurinn, Borgartúni 25, 105 Reykjavík.

Greiðsluupplýsingar

Upplýsingar vegna greiðslu iðgjalda til Almenna lífeyrissjóðsins:

 • Greiða kröfu sem myndast í netbanka.
 • Greiða beint inn á bankareikning sjóðsins, 513-26-410000, kt. 450290-2549.