pixel Eftirlaun - Almenni
 • Skyldusparnaður
 • Viðbótarsparnaður
 • Ávöxtun
 • Lán
 • Launagreiðendur
 • Almenni Pension Fund
 • Investment plans
 • Loans
 • About Almenni

Eftirlaun

Megintilgangurinn með því að greiða í lífeyrissjóð er að safna upp réttindum og sjóði til greiðslu eftirlauna.

 • Í Almenna eru eftirlaun samtala ellilífeyris úr samtryggingarsjóði og útborgunar úr séreignarsjóði.
 • Lífeyrir er greiddur fyrsta dag hvers mánaðar. Hægt er að sækja um aukagreiðslur úr séreignarsjóði 15. dag hvers mánaðar.
 • Tekjuskattur er greiddur af lífeyrisgreiðslum en hægt er að nýta persónuafslátt.

Ellilífeyrir

Hægt er að hefja töku ellilífeyris úr samtryggingarsjóði á aldrinum 60-80 ára.

 • Viðmiðunaraldur ellilífeyris er 70 ára aldur og lækkar lífeyrir ef taka lífeyrisgreiðslna hefst fyrr. Á sama hátt hækkar lífeyrir ef töku lífeyris er frestað fram yfir 70 ára aldur.
 • Fjárhæð ellilífeyris úr samtryggingarsjóði ræðst af iðgjaldagreiðslum á starfsævinni og afkomu sjóðsins.
 • Hægt er að sækja um að hefja töku lífeyris með rafrænum skilríkjum á sjóðfélagavef með því að smella hér eða opna umsókn á pdf-formi til útfyllingar með því að smella hér
 • Mánaðarlegur lífeyrir er verðtryggður og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs.
 • Ellilífeyrir úr samtryggingarsjóði er greiddur til æviloka en fellur niður við andlát.
 • Við andlát fellur ellilífeyrir niður en eftirlifandi maki fær greiddan makalífeyri og barnalífeyrir greiðist með börnum undir 20 ára aldri.

Smelltu hér til að skoða samþykktir sjóðsins. Ákvæði í samþykktum sem fjalla um ellilífeyri samtryggingarsjóð eru í 18. grein og um lífeyrisgreiðslur í 23. grein.

Útborgun séreignar

Inneign er laus til útborgunar við 60 ára aldur.

 • Hægt er að taka inneignina út í einu lagi eða á lengri tíma að vali sjóðfélaga.
 • Úttekt er greidd 1. og 15. hvers mánaðar.
 • Hægt er að sækja um útborgun inneignar með rafrænum skilríkjum á sjóðfélagavef með því að smella hér eða opna umsókn á pdf-formi til útfyllingar með því að smella hér
 • Sjóðfélagar geta sótt um greiðslu á sjóðfélagavef, stillt fjárhæð mánaðarlegra úttekta og sótt eingreiðslur þegar þeim hentar.
 • Umsókn þarf að hafa borist í síðasta lagi þremur virkum dögum fyrir greiðsludag.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fyrstur fréttirnar um viðburði og annað er viðkemur lífeyrismálum og starfsemi sjóðsins.