Getum við aðstoðað?

Hvaða reglur gilda um heimildir launagreiðenda til að auka lífeyrissparnað?

15. september 2017

Launagreiðendur mega hæst greiða 15,5% af launum plús tvær milljónir króna á ári fyrir hvern launþega í lífeyrissjóð og/eða í viðbótarlífeyrissparnað. Iðgjald launagreiðenda getur þó verið hærra hafi verið samið um iðgjaldið í kjarasamningum eða það er bundið í lögum. Ef iðgjald launagreiðanda fer umfram þessi mörk telst það til tekna hjá launþega og skattlagt sem slíkt.

Í fræðslugrein á heimasíðu Almenna er fjallað um viðbótarlífeyrissparnað og þennan möguleika en þessi ábót á viðbót getur verið góð búbót fyrir launþega, sjá hér.