Almenni lífeyrissjóðurinn notar vefkökur (e. cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni.
Nánari upplýsingar um vefkökunotkunNetráðgjafi Almenna svarar algengum spurningum og ráðleggur sjóðfélögum eftir aldri.
Já, sjóðfélagar geta valið á milli sjö ávöxtunarleiða en einnig svokallaða Ævileið en þá flyst inneign á milli Ævisafna I, II og III eftir aldri sjóðfélaga.
Nánari upplýsingar um ávöxtunarleiðirnar eru hér.
Ávöxtunarleiðir í séreignarsjóði eru Ævisafn I, Ævisafn II, Ævisafn III, Húsnæðissafn, Ríkissafn langt, Ríkissafn stutt og Innlánasafn.
Nánari upplýsingar um ávöxtunarleiðirnar eru hér.
Almenni mælir með að sjóðfélagar velji sér ávöxtunarleið með hliðsjón af aldri. Almennt má segja að sá sem sparar til lengri tíma getur valið sér ávöxtunarleið með hátt vægi hlutabréfa og langra skuldabréfa. Eftir því sem sparnaðartíminn er styttri getur verið skynsamlegt að auka vægi stuttra skuldabréfa og innlána.
Samkvæmt henni yrði inneign ávöxtuð í Ævisafni I.
Samkvæmt henni yrði inneign ávöxtuð í Ævisafni II.
Samkvæmt henni yrði inneign ávöxtuð í Ævisafni III.
Get líka mælt með Húsnæðissafn eða Ríkissafn langt.
Get líka mælt með Húsnæðissafn, Innlánasafn eða Ríkissafn stutt.
Einfaldasta leiðin til að breyta um ávöxtunarleið er að nota sjóðfélagavefinn en þar er hægt að skila inn beiðni með rafrænni undirskrift. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.
Já, sjóðfélagar geta skipt um ávöxtunarleið og flutt inneign í einu lagi eða í áföngum milli leiða þegar þeim hentar. Beiðnir um flutning skulu vera skriflegar. Beiðnir um flutning sem berast síðustu tvo virka daga mánaðar verða afgreiddar í lok næsta mánaðar eftir að beiðni berst.
Við ráðleggjum sjóðfélögum að nota sjóðfélagavefinn til þess að breyta um ávöxtunarleið en þar er hægt að skila inn beiðni með rafrænni undirskrift. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.
Sjóðfélagar greiða 0,2% af inneign í kostnað við að skipta um ávöxtunarleið nema inneignin sé flutt úr Innlánasafninu þá er kostnaðurinn 0,1%. Kostnaðurinn er tilkominn vegna þóknana sem sjóðurinn greiðir við kaup og sölu verðbréfa og greiðist hann inn í söfnin sem flutt er í og úr. Enginn kostnaður er greiddur þegar inneign flyst milli safna samkvæmt Ævileiðinni.
Munurinn á óverðtryggðum og verðtryggðum lánum felst í því að í óverðtryggðum lánum má segja að verðbólgan sé staðgreidd en í verðtryggðum lánum er verðbólgan staðgreidd af litlum hluta þannig að stærsti hluti verðbóta leggst við eftirstöðvar lánsins.
Verðtryggð lán bera raunvexti og eru bundin grunnvísitölu sem breytist í hverjum mánuði. Mánaðargreiðslur og eftirstöðvar láns á hverjum tíma taka mið af þessari breytingu. Óverðtryggð lán bera nafnvexti sem reiknast af eftirstöðvum lánsins á hverjum tíma. Nafnvextir eru jafnt og raunvextir ásamt væntri verðbólgu og áhættuálagi.
Greiðslubyrði af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er ólík en almennt má segja að greiðslubyrði verðtryggðra lána sé jafnari en af óverðtryggðum lánum. Verðtryggð lán hækka með breytingu á viðmiðunarvísitölu. Verðbætur bætast við höfuðstól og koma til greiðslu á lánstíma lánsins. Við útreikning á einstökum greiðslum hækkar hver afborgun í takt við verðbólgu en vextir reiknast af verðbættum höfuðstól. Við útreikning á greiðslum óverðtryggðra lána er áföllnum vöxtum bætt við næstu afborgun og því er greiðslubyrðin hærri framan af lánstímanum.
Ef lán eru með jöfnum afborgunum er höfuðstólnum dreift jafnt á fjölda afborgana og vextir bætast síðan við afborganir. Greiðslur lækka þá þegar líður á lánstímann því vextir lækka þegar höfuðstóllinn greiðist niður.
Ef lán er með jöfnum greiðslum greiðir lántakandinn alltaf sömu upphæð á hverjum gjalddaga (ef vextir eru fastir og lán óverðtryggð) en greiðir hinsvegar mismunandi hlutfall vaxta og höfuðstóls. Til að byrja með er hlutfall vaxta mjög hátt en smátt og smátt eykst hlutfall höfuðstóls eftir því sem líður á lánstímann.
Kostir lána með jöfnum afborgunum er að þau greiðast hraðar niður en lán með jöfnum greiðslum en á móti kemur að greiðslubyrðin er mun þyngri framan af lánstímanum. Kostir lána með jöfnum greiðslum er að greiðslubyrðin helst stöðug yfir lánstímann ef vextir eru fastir eða sveiflast lítið en hins vegar greiðist höfuðstóllinn hægar niður í samanburði við lán með jöfnum afborgunum.
Lánareglur sjóðsins má lesa hér.
Já það er hægt að greiða aukalega inn á höfuðstól án sérstakrar þóknunar.
Innborgunarreikningur: 0526-22-1
Kennitala: 421289-2639
Setjið lánsnúmer í skýringu
Sendið staðfestingu í tölvupósti á almenni@almenni.is
Sjóðurinn lánar að hámarki 50 milljónir króna ef lán er á 1. veðrétti en 30 milljónir króna ef lán er á 2. veðrétti eða aftar. Hámarksveðsetning á 1. veðrétti er 70% en annars 60%. Veðsetning má þó aldrei vera hærri en sem nemur brunabótamati íbúðarhúsnæðisins ásamt lóðarmati.
Lánareglur sjóðsins má lesa hér.
Sjóðurinn býður bæði verðtryggð og óverðtryggð lán. Í boði eru verðtryggð lán með föstum eða breytilegum vöxtum og óverðtryggð lán með vöxtum sem eru fastir í 36 mánuði í senn.
Smelltu hér til að skoða vexti núna.
Já, við getum aðstoðað þig við að áætla greiðslubyrði með einföldum útreikningum ef þú gefur okkur örfáar forsendur.
Áætluð fyrsta greiðsla eftir mánuð
... kr.
Áætluð síðasta greiðsla í lok lánstíma
... kr.
Vextir
... %
Reiknuð greiðslubyrði er fyrir lán með jöfnum greiðslum. Smelltu hér til að reikna nákvæma greiðsluáætlun og hlutfallstölu kostnaðar sjóðfélagaláns miðað við mismunandi forsendur.
Já, sjóðurinn býður sjóðfélögum að sækja um fasteignalán. Til að geta sótt um lán hjá sjóðnum þarf að uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:
Lánareglur sjóðsins má lesa hér.
Til að sækja um lán þarf að fylla út umsókn og skila til sjóðsins. Lánsumsókn ásamt fylgigögnum er hægt að senda á netfangið almenni@almenni.is. Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa hér til að fá frekari upplýsingar og ráðgjöf varðandi lán.
Nei, lántakendur geta greitt inn á lán eða greitt þau upp hvenær sem er án kostnaðar.
Lántökugjald er 55.000 krónur óháð lánsfjárhæð.
Það ræðst af fjölda umsókna og aðstæðum hvað það tekur langan tíma að fá lán en stefna sjóðsins er að afgreiða lánsumsóknir eins fljótt og mögulegt er. Afgreiðsla lánsumsókna getur tekið frá 10 virkum dögum upp í allt að 5 vikur.
Já, samkvæmt lögum þurfa allir sem sækja um fasteignalán að fara í greiðslumat. Sjóðurinn greiðslumetur lánsumsækjanda og metur lánshæfi hans.
Umsókn ásamt öllum fylgiskjölum skal senda á netfangið almenni@almenni.is.
Við samþykkt umsóknar er bókaður tími með ráðgjafa. Á fundinum er afhend greiðsluáætlun, staðlaðar upplýsingar og upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði sem þarf að undirrita. Skuldabréf er afhent sem umsækjandi þarf að fara með í þinglýsingu. Hjá sýslumanni er greitt þinglýsingargjald.
Eftir að búið er að þinglýsa skuldabréfinu er því skilað á skrifstofu Almenna lífeyrissjóðsins. Vanalega er andvirði lánsins greitt daginn eftir.
Breytilegir verðtryggðir vextir breytast 15. dag hvers mánaðar og taka mið af meðalávöxtun á skuldabréfaflokki Íbúðarlánasjóðs HFF150434 í þar síðasta mánuði að viðbættu 0,75% álagi.
Lánareglur sjóðsins má lesa hér.
Óverðtryggðir vextir breytast í samræmi við ákvarðanir stjórnar sjóðsins. Við ákvörðun þessara vaxta er einkum horft til stýrivaxta Seðlabanka Íslands, ávöxtunarkröfu á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á markaði, ávöxtunarkröfu á verðtryggðum ríkisskuldabréfum á markaði, sögulegrar verðbólgu og verðbólguspár, verðtryggðra fastra vaxta á sjóðfélagalánum og almennra vaxtakjara á markaði.
Lánareglur sjóðsins má lesa hér.
Sjóðfélagar geta hafið töku ellilífeyris úr samtryggingarsjóði á aldrinum 60 til 72 ára. Viðmiðunaraldur ellilífeyris er 70 ár og lækkar lífeyrir ef taka lífeyris hefst fyrr. Á sama hátt hækkar lífeyrir ef töku lífeyris er frestað fram yfir 70 ár.
Inneign í séreignarsjóði er laus til útborgunar við 60 ára aldur.
Við ráðleggjum sjóðfélögum að sækja um ellilífeyri úr samtryggingarsjóði og útborgun séreignar á læstu svæði á sjóðfélagavefnum. Þar geta notendur ákveðið fjárhæð mánaðarlegra útborgana úr séreignarsjóði og sótt um aukagreiðslur þegar þeim hentar. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.
Lífeyrir er greiddur fyrsta dag hvers mánaðar sem og fastar greiðslur úr séreignarsjóði. Aukagreiðslur úr séreignarsjóði eru einnig greiddar 15. hvers mánaðar. Óska þarf eftir greiðslu úr séreignarsjóði a.m.k. 2 virkum dögum fyrir útborgun.
Sjóðfélagar Almenna geta fengið greitt úr séreignarsjóði frá 60 ára aldri. Lífeyrisgreiðslur úr séreignarsjóði eru að jafnaði greiddar einu sinni í mánuði, fyrsta hvers mánaðar. Hægt er að óska eftir greiðslu innan mánaðarins og greiðist hún 15. dag hvers mánaðar eða næsta virka dag. Óska þarf eftir greiðslum a.m.k. 2 virkum dögum fyrir útgreiðslu.
Já, inneign í séreignarsjóði er til útborgunar að eigin vali eftir 60 ára aldur. Sjóðfélagar geta tekið út inneignina eins og þeim hentar best, valið fjárhæð mánaðarlegra greiðslna, breytt þeim, sótt aukagreiðslur eða stöðvað útborganir. Einu takmarkanirnar eru að lífeyrissjóðurinn greiðir útborganir tvisvar í mánuði, fyrsta dag mánaðar og þann fimmtánda. Best er að nota sjóðfélagavefinn en þar er hægt að sækja um útborgun séreignar, stilla fjárhæð mánaðarlegra greiðsla og sækja aukagreiðslur.
Nei, það er nóg að sækja um ellilífeyri hjá einum lífeyrissjóði. Samkvæmt samkomulagi lífeyrissjóða er gert ráð fyrir að sjóðfélagi sæki um hjá þeim sjóði sem hann greiddi síðast til og mun sjóðurinn hafa samband við aðra lífeyrissjóði fyrir hönd sjóðfélagans.
Ellilífeyrisgreiðslur úr samtryggingarsjóði hafa áhrif til lækkunar á ellilífeyri almannatrygginga. Sjá nánar á vef Tryggingastofnunar ríkisins www.tr.is.
Sjóðfélagar í Almenna geta hvenær sem er farið inn á sjóðfélagavef og séð uppfærðar upplýsingar um inneign og áunnin lífeyrisréttindi. Þar er einnig hægt að sækja upplýsingar um áunnin ellilífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóðum. Sjóðfélagavefurinn er aðgengilegur á heimasíðu sjóðsins, almenni.is, en til að komast inn á hann þarf rafræn skilríki eða Íslykil. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.
Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til einstaklings. Upplýsingar sem má rekja beint til einstaklings er t.d. nafn og kennitala og upplýsingar sem má rekja óbeint til einstaklings er t.d. símanúmer og lánsnúmer. Upplýsingar sem hafa verið gerðar ópersónugreinanlegar, þannig að ekki er hægt að rekja þær beint eða óbeint til einstaklings, teljast því ekki vera persónuupplýsingar.
Almenni vinnur með ýmsar persónuupplýsingar en sjóðurinn tekur á móti iðgjöldum, greiðir lífeyrir til sjóðfélaga og veitir sjóðfélögum lán. Helstu upplýsingar sem sjóðurinn vinnur með eru:
Réttur sjóðsins til að vinna með persónuupplýsingar er ýmist lögbundinn eða fenginn með samþykki sjóðfélaga. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði ber sjóðnum að halda skrá um þá sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins. Sjóðfélagar sem sækja um lán hjá sjóðnum veita samþykki fyrir vinnslu og vistun persónuupplýsinga.
Lífeyrissjóðurinn þarf í ýmsum tilfellum að miðla persónuupplýsingum um sjóðfélaga til annarra aðila. Sjóðurinn úthýsir t.d. hýsingu á upplýsingatækniþjónustu, kaupir þjónustu af tryggingarstærðfræðingi og trúnaðarlækni. Jafnframt áframsendir sjóðurinn upplýsingar vegna lífeyris og iðgjaldagreiðslna til annarra lífeyrissjóða sem sjóðfélagar eiga réttindi hjá.
Lífeyrissjóðurinn leitast eftir að tryggja að viðeigandi tækni sé nýtt og reglum fylgt til að gæta öryggis þeirra upplýsinga sem sjóðnum er trúað fyrir. Lífeyrissjóðurinn hefur sett sér innri reglur og notast við virka aðgangsstýringu til að koma í veg fyrir óleyfilegan aðgang að gögnum, notkun eða miðlun þeirra. Stjórn og starfsmenn sjóðsins eru samkvæmt lögum um lífeyrissjóði bundnir þagnarskyldu og helst hún þótt látið sé af störfum.
Lífeyrissjóðnum er skylt samkvæmt lögum og reglum að geyma upplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn metur hversu lengi hann telur nauðsynlegt að vista gögn eftir að réttarsamband aðila er lokið t.d. til að gæta þess að mikilvægar upplýsingar sem varða réttindi sjóðfélaga glatist ekki.
Þessi tímamörk eru öll háð þeim fyrirvara að lög og reglur krefjist ekki lengri varðveislu, t.d. reglur um fyrningu. Að varðveislutíma loknum er upplýsingum eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar, ef ómögulegt reynist að eyða þeim svo sem vegna tæknilegra annmarka eða af öðrum orsökum.
Sjóðurinn hefur sett sér persónuverndarstefnu sem má finna hér
Sjóðurinn hefur tilnefnt lögfræðing sjóðsins sem persónuverndarfulltrúa. Öllum fyrirspurnum varðandi persónuvernd skal beint til persónuverndarfulltrúa sjóðsins á netfangið personuvernd@almenni.is.
Sjóðfélagar geta óskað eftir að fá afhentar persónuupplýsingar sem eru vistaðar hjá sjóðnum með því að senda beiðni á persónuverndarfulltrúa sjóðsins, personuvernd@almenni.is.
Almenni ráðleggur sjóðfélögum 30 ára og yngri að yfirfara hvort örorkulífeyrir dugi til framfærslu ef þeir verða óvinnufærir og leggja mat á hvort maka- og barnalífeyrir dugi til að framfleyta fjölskyldu og greiða af lánum ef þeir falla frá fyrir aldur fram. Við bendum sérstaklega á að þeir sem eru að hefja störf á vinnumarkaði eru almennt vantryggðir og þeir sem hverfa tímabundið af vinnumarkaði, t.d. vegna barneignarleyfis, atvinnuleysis eða náms eru í sumum tilvikum vantryggðir. Þeir sem telja sig vantryggða ættu að skoða að bæta við sig sjúkra- og slysatryggingum vegna óvinnufærni og líftryggingu vegna fráfalls.
Við mælum með að þeir sem eiga ekki íbúð leggi 4% af launum fyrir í viðbótarlífeyrissparnað til að safna fyrir fyrstu íbúð. Þeir sem eiga íbúð ættu að leggja fyrir 2% af launum til að tryggja sér mótframlag launagreiðanda.
Við ráðleggjum sjóðfélögum að velja ávöxtunarleið eftir aldri eða áætluðum sparnaðartíma. Við mælum við með Ævileiðinni (Ævisafn I fyrir 30 ára og yngri) fyrir þá sem eru að safna til eftirlaunaáranna og Húsnæðissafni fyrir þá sem eru að safna fyrir fyrstu fasteign.
Almenni ráðleggur sjóðfélögum á aldrinum 30 til 50 ára að yfirfara hvort örorkulífeyrir dugi til framfærslu ef þeir verða óvinnufærir og leggja mat á hvort maka- og barnalífeyrir dugi til að framfleyta fjölskyldu og greiða af lánum ef þeir falla frá fyrir aldur fram. Við bendum sérstaklega á að þeir sem hverfa tímabundið af vinnumarkaði, t.d. vegna barneignarleyfis, atvinnuleysis eða náms eru í sumum tilvikum vantryggðir. Þeir sem telja sig vantryggða ættu að skoða að bæta við sig sjúkra- og slysatryggingum vegna óvinnufærni og líftryggingu vegna fráfalls.
Við mælum með viðbótarlífeyrissparnaði og ráðleggjum að einstaklingum að leggja fyrir a.m.k. 2% af launum til að fá mótframlag launagreiðanda. Ef það stefnir í að eftirlaun verða ekki ásættanleg getur verið skynsamlegt að hækka eigin sparnað í 4% af launum
Við ráðleggjum sjóðfélögum að velja ávöxtunarleið eftir aldri eða áætluðum sparnaðartíma. Við mælum með Ævileiðinni (Ævisafn I fyrir þá sem eru yngri en 45 ára, Ævisafni II fyrir sjóðfélaga 45 ára og eldri).
Ef lífeyrisréttindi hjóna eða sambúðaraðila eru ójöfn getur verið skynsamlegt að skipta þeim til að tryggja hag beggja í starfslok. Bæði er hægt að skipta réttindum og framtíðariðgjöldum. Skipting þarf að eiga sér stað fyrir 65 ára.
Svo bendum við á að það er gott ráð að borga aukagreiðslur inn á langtímalán ef einstaklingar hafa svigrúm til þess.
Almenni ráðleggur sjóðfélögum 50 til 65 ára að yfirfara hvort örorkulífeyrir dugi til framfærslu ef þeir verða óvinnufærir og leggja mat á hvort maka- og barnalífeyrir dugi til að framfleyta fjölskyldu og greiða af lánum ef þeir falla frá fyrir aldur fram. Þeir sem telja sig vantryggða ættu að skoða draga úr skuldbindingum eða að bæta við sig sjúkra- og slysatryggingum vegna óvinnufærni og líftryggingu vegna fráfalls.
Við mælum með viðbótarlífeyrissparnaði og ráðleggjum að einstaklingum að leggja fyrir 2% til 4% af launum til að bæta við eftirlaunin. Ef viðbótarlífeyrissparnaður dugir ekki til að tryggja ásættanleg eftirlaun getur verið skynsamlegt að semja við launagreiðanda um hærra mótframlag í séreignarsjóð.
Við ráðleggjum sjóðfélögum að velja ávöxtunarleið eftir aldri eða áætluðum sparnaðartíma. Við mælum með Ævileiðinni (Ævisafn II fyrir þá sem eru yngri en 57 ára, Ævisafni III fyrir sjóðfélaga 57 ára og eldri).
Ef lífeyrisréttindi hjóna eða sambúðaraðila eru ójöfn getur verið skynsamlegt að skipta þeim til að tryggja hag beggja í starfslok. Bæði er hægt að skipta réttindum og framtíðariðgjöldum. Skipting þarf að eiga sér stað fyrir 65 ára aldur.
Svo bendum við á að það er gott ráð að borga aukagreiðslur inn á langtímalán ef einstaklingar hafa svigrúm til þess.
Almenni mælir með að þeir sem eru að hefja töku lífeyris geri áætlun um lífeyrisgreiðslur og hvernig þeir hyggjast ganga á aðrar eignir með það að markmiði að tryggja jafnt tekjustreymi og að eftirlaunasjóðurinn tæmist ekki of fljótt. Við gerð áætlunar er ráðlegt að taka út annan sparnað áður en gengið er á viðbótarlífeyrissparnað því þannig lækkar fjármagnstekjuskattur auk þess sem maki og börn greiða lægri erfðafjárskatt við fráfall. Einnig bendum við öllum á að kynna sér hvaða réttindi þeir eiga hjá Tryggingastofnun ríkisins því lífeyrisgreiðslur þaðan geta haft áhrif á áætlun um lífeyrisgreiðslur.
Við ráðleggjum sjóðfélögum að velja ávöxtunarleið eftir aldri eða áætluðum sparnaðartíma. Við mælum með Ævileiðinni (Ævisafn III fyrir sjóðfélaga 66 ára og eldri).
Skylduiðgjald/lágmarksiðgjald er að lágmarki 12% af launum.
Skipting ellilífeyrisréttinda er gerð með samkomulagi sjóðfélaga og maka og fela í sér gagnkvæma og jafna skiptingu réttinda. Aðeins má skipta þeim réttindum sem áunnust á meðan hjúskapur eða sambúð varði. Með gagnkvæmri skiptingu er átt við að bæði hjónin þurfa að skipta réttindum sínum þannig að bæði veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Hlutfallið getur verið allt að 50%. Skipting áunninna réttinda þarf að eiga sér stað fyrir 65 ára aldur og er skilyrði fyrir því að hægt sé að skipta áunnum réttindum að sjúkdómar og heilsufar sjóðfélaga dragi ekki úr lífslíkum hans.
Já, verktaki þarf sjálfur að standa skil á lífeyrissjóðsgreiðslum og greiða bæði sem launamaður og atvinnurekandi. Verktaki þarf því að greiða 12% af reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð og 0,1% í endurhæfingarsjóð.
Nei, en þegar komið er að töku lífeyris þá er nóg að sækja um lífeyrir í einum sjóði og áframsendir sá sjóður umsóknina á aðra lífeyrissjóði sem umsækjandi hefur greitt til.
8% af skylduiðgjaldi greiðist í samtryggingarsjóð og allt umfram það fer í séreignarsjóð. Sjóðfélagar geta valið ávöxtunarleið fyrir séreignarsparnaðinn sinn.
Með greiðslu lágmarksiðgjalds ávinna sjóðfélagar sér rétt til elli- og áfallalífeyris úr samtryggingarsjóði. Ellilífeyrir er greiddur frá 60-72 ára aldri til æviloka. Áfallalífeyrir er samheiti yfir örorku-, maka- og barnalífeyri sem er greiddur vegna örorku eða við fráfall. Hluti af lágmarksiðgjaldi greiðist í séreignarsjóð og myndar séreign sem er laus til útborgunar við 60 ára aldur.
Sjóðfélagar geta séð upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi og inneign á sjóðfélagavefnum en vefinn er hægt að opna með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.
Til þess að við getum reiknað fyrir þig væntanleg eftirlaun þarftu að fylla inn forsendur.
Lífeyrir fyrir skatta frá 67 ára aldri til æviloka
... kr.
Inneign í séreignarsjóði
... kr.
Mánaðarleg útborgun séreignar í 10 ár
... kr.
Sjóðfélagar geta hafið töku ellilífeyris úr samtryggingarsjóði á aldrinum 60 til 72 ára. Viðmiðunaraldur ellilífeyris er 70 ár og lækkar lífeyrir ef taka lífeyrisgreiðslna hefst fyrr.
Á sama hátt hækkar lífeyrir ef töku lífeyris er frestað fram yfir 70 ár.
Við andlát sjóðfélaga falla réttindi til ellilífeyris niður en eftirlifandi maki fær makalífeyri sem er greiddur að lágmarki í 2,5 ár. Makalífeyrir er greiddur lengur ef yngsta barn sjóðfélaga er undir 20 ára aldri eða ef maki er a.m.k. 50% öryrki og yngri en 67 ára. Við andlát erfist inneign í séreignarsjóði og er greidd út samkvæmt erfðalögum. Inneign er skipt þrátt fyrir að maki sitji í óskiptu búi. Barnalífeyrir er greiddur með börnum látins sjóðfélaga til 20 ára aldurs.
Réttur til ellilífeyrisgreiðslna hjá almannatryggingum fer eftir gildandi reglum Tryggingastofnunar (TR) á hverjum tíma. Best er að fá upplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar, www.tr.is. Á síðunni er m.a. reiknivél lífeyris sem er auðveld í notkun og gefur greinargóðar upplýsingar um eftirlaunagreiðslur frá TR.
Sjóðfélagi á rétt á örorkulífeyri úr samtryggingarsjóði ef hann verður fyrir orkutapi sem metið er 50% eða meira, hefur orðið vanhæfur til að gegna starfi sínu og orðið fyrir tekjumissi.
Sjóðfélagar geta séð upplýsingar um örorkulífeyrisréttindi á sjóðfélagavef Almenna sem hægt er opna með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.
Séreignarsparnaður er samheiti yfir sparnað sem lagður er til eftirlaunaáranna annað hvort sem hluti af skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð eða með samningi um viðbótarlífeyrissparnað. Sparnaðurinn er að fullu í eigu viðkomandi einstaklings og laus til úttektar samkvæmt ákveðnum reglum sem eru bundnar í lög. Séreignarsjóður er sjóður sem tekur við séreignarsparnaði einstaklinga og þar sem sparnaður hvers einstaklings er færður á sérreikning hans auk ávöxtunar á hverju ári.
Sótt er um á www.leidretting.is og valið nafn vörsluaðila og það húsnæðislán sem skal greiðast inn á.
Inneign er laus til úttektar við 60 ára aldur og má eigandi taka hana út í einu lagi eða á lengri tíma að eigin vali. Undantekning fá þessari reglu er ef sjóðfélagi verður öryrki en þá má taka inneign út á sjö árum miðað við 100% örorku.
Þrengri útborgunarreglur gilda um tilgreinda séreign eða bundna séreign sem er hluti af skylduiðgjaldi annarra lífeyrissjóða. Tilgreind séreign er almennt laus til útborgunar á aldrinum 62 ára til 66 ára og bundin séreign frá 70 ára til 80 eða 85 ára aldurs.
Inneignin erfist og flyst á séreignarreikninga erfingja. Inneign er skipt þrátt fyrir að maki sitji í óskiptu búi. Erfðaséreign er laus til útborgunar strax.
Viðbótarlífeyrissparnaður er sparnaður sem dreginn er af launum áður en skattar eru greiddir. Oftast leggur launamaður fyrir 2% eða 4% af launum og fær 2% mótframlag frá launagreiðanda.
Til að hefja viðbótarlífeyrissparnað þarf að gera samning við vörsluaðila (t.d. lífeyrissjóð eða banka) sem lætur launagreiðanda vita. Á samningstíma skal launagreiðandi draga sparnaðinn frá mánaðarlegum launum og greiða til vörsluaðila.
Séreignarsparnaður er dreginn af launum áður en einstaklingar greiða tekjuskatt. Á sparnaðartíma er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum. Við úttekt er hins vegar greiddur tekjuskattur. Undantekning frá þessum reglum er heimild til að greiða viðbótarlífeyrissparnað inn á fasteignalán eða inn á fyrstu fasteign en samkvæmt þeim heimildum geta einstaklingar greitt sparnaðinn óskattlagðan upp að vissu marki inn á fasteignalán eða kaup á fyrstu fasteign.
Ef einstaklingur leggur sjálfur fyrir 2% til 4% af launum í vibótarlífeyrissparnað greiðir launagreiðandi í flestum tilvikum 2% mótframlag.
Launagreiðendur mega hæst greiða 12% af launum plús tvær milljónir króna á ári fyrir hvern launþega í lífeyrissjóð og/eða í viðbótarlífeyrissparnað. Iðgjald launagreiðenda getur þó verið hærra hafi verið samið um iðgjaldið í kjarasamningum eða það er bundið í lögum. Ef iðgjald launagreiðanda fer umfram þessi mörk telst það til tekna hjá launþega og skattlagt sem slíkt.
Í fræðslugrein á heimasíðu Almenna er fjallað um viðbótarlífeyrissparnað og þennan möguleika en þessi ábót á viðbót getur verið góð búbót fyrir launþega, sjá hér.
Til þess að áætla viðbótarlífeyrissparnað í framtíðinni þarftu að fylla út forsendur.
Inneign 67 ára m.v. 3,5% raunávöxtun á ári
... kr.
Mánaðarleg útborgun fyrir skatta í 10 ár
... kr.
Til þess að reikna mánaðarlegar útborganir úr séreignarsjóði þarftu að fylla út forsendur.
Áætlar greiðslur á mánuði fyrir skatta m.v. 3,5% raunávöxtun á ári
... kr.
Til þess að reikna hvað séreignin dugir lengi þarftu að fylla út forsendur.
Áætlaður útborgunartími (ár) m.v. 3,5% raunávöxtun á ári
... ár
Áætlaður síðasti mánuður
...
Viðbótarlífeyrissparnað er hægt að greiða inn á lán til 30. júní 2019. Heimilt er að greiða allt að 4% framlag launþega og 2% framlag launagreiðanda, hámark 500 þús. kr. á ári fyrir einstakling en 750 þúsund fyrir hjón eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar. Skilyrði er að lán sé tekið til öflunar eigin húsnæðis, tryggt með veði og að vaxtagjöld séu grundvöllur til vaxtabóta (lán á reit 5.2 í skattframtali).
Þeir sem eiga ekki fasteign geta greitt viðbótarlífeyrissparnað til allt að 10 ára sem útborgun í íbúð eða inn á húsnæðislán.
Já, sjóðfélagi getur ákveðið á grundvelli samkomulags við maka að inneign hans skuli allt að hálfu renna til að mynda sjálfstæða inneign fyrir maka hans eða fyrrverandi maka og/eða að greiðslur í séreignarsjóð skuli allt að hálfu renna til að mynda inneign fyrir maka hans.
Lögum samkvæmt geta einstaklingar valið vörsluaðila lífeyrissparnaðar fyrir tilgreinda séreign. Almenni getur hins vegar tekið iðgjaldi til tilgreindrar séreignar frá öðrum lífeyrissjóðum og er góður kostur fyrir þá sem vilja dreifa áhættu með því að greiða séreignarsparnað annars sjóðs en til skyldulífeyrissjóðs.
Smelltu hér til að sækja um að greiða tilgreinda séreign til Almenna.