Getum við aðstoðað?

Arna Guðmundsdóttir, 58 ára

Lyf- og innkirtlalæknir

Starfsferill/stjórnunarstörf:

 • Læknir á Landspítala,1992-1996
 • Læknir í sérnámi við University of Iowa, 1996-2002
 • Sérfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, 2003-
 • Sérfræðingur hjá eigin læknastofu, Insula slf, 2003-
 • Læknafélag Íslands, formaður Fræðslustofnunar 2005-2013, stjórn 2014-2017
 • Læknafélag Reykjavíkur, formaður 2014-2018

Námsferill:

 • Embættispróf frá læknadeild HÍ 1992
 • Sérfræðinám í lyflækningum, innkirtla-og efnaskiptalækningum, University of Iowa, USA 1996-2002
 • MBA nám, Háskólinn Reykjavík, 2016-2018
 • MBA nám, Gustavson School of Business,
  University of Victoria, BC, Canada, 2017

Ástæður framboðs:

Ég bíð mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu vegna áhuga míns á lífeyrismálum. Ég tel mikilvægt að lífeyrir sjóðfélaga sé ávaxtaður á sem hagkvæmastan hátt á sama tíma og gætt sé að því markmiði Almenna lífeyrissjóðsins að halda kostnaði í lágmarki þannig að sem mest af ávöxtun sjóðsins skili sér til sjóðfélaga. Ég hef haft sérstakan áhuga á því að sjóðurinn miðli upplýsingum til sjóðfélaga á eins skilvirkan hátt og unnt er, bæði varðandi rekstur hans og annað sem viðkemur lífeyrismálum. Til þess þarf heimasíða að vera notendavæn og öll samskipti starfsfólks við sjóðfélaga sem allra skilvirkust.