Á vefsíðu Almenna lífeyrissjóðsins er gætt að persónuvernd þeirra sem heimsækja hana. Upplýsingum sem kunna að auðkenna þá sem heimsækja vefsvæðin okkar er aðeins safnað þegar notendur veita fyrir því upplýst samþykki.

Almenni notar vefkökur (e.cookies) í þeim tilgangi að bæta vefsíður sínar og gera aðgengilegri fyrir notendur sem og til þess að bæta þjónustu sína almennt. Með því að samþykkja vefkökur fær notandinn að upplifa vefsíðu Almenna á sem bestan hátt.

Vefkökur

Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæði vistar á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsækir vefsíður. Vefkökur gera okkur kleift að fá nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefina og að muna stillingar notandans yfir ákveðinn tíma.

Ef þú vilt ekki að upplýsingar frá þér skráist í vefkökur er hægt að breyta stillingum í vafranum þannig að þær séu ekki vistaðar án þess að beðið sé um leyfi fyrst. Þú getur stillt vafra til að útiloka og eyða kökum.

Almenni.is

Þær upplýsingar sem þú veitir okkur eru vistaðar og skráðar í viðskiptasögu.

Við notum gögn frá vefgreiningarþjónustunum Google Analytics og Siteimprove til að þróunar og lagfæringa á vefsíðunni og til að gera notendum síðunnar þægilegra að finna þær upplýsingar sem þeir leita að. Þessir aðilar safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsíðu Almenna án þess að upplýsingarnar séu persónugreinanlegar.

Vefgreiningarþjónusturnar Google Analytics og Siteimprove nota vefkökur til að greina hvernig notendur nota vefsvæði Almenna. Vefgreiningarþjónusturnar munu nota þessar upplýsingar til að meta notkun þína á vefsvæðinu og veita aðra þjónustu sem tengist virkni á svæðinu og netnotkun. Google og Siteimprove kunna einnig að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess eða þegar slíkir þriðju aðilar vinna úr upplýsingunum fyrir hönd fyrirtækjanna. IP-tala þín verður þó ekki tengd við önnur gögn sem fyrirtækin kunna að hafa í fórum sínum.

Netspjallþjónustuna Livechat notum við einnig en þar eru upplýsingar notaðar til að eiga samskipti við notendur og veita upplýsingar.

Sjóðfélaga- og launagreiðendavefur

Notkun þín á vefnum er vistuð og skráð í viðskiptasögu sem og þær upplýsingar sem þú gefur okkur. Við kunnum að hafa samband við þig í síma, tölvupósti eða pósti til að veita þér upplýsingar um stöðu þína hjá sjóðnum.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.