Getum við aðstoðað?

Helstu atriði

Hér eru helstu atriði um lán hjá Almenna

Ertu með lánsrétt?
Ef þú hefur greitt sex af síðustu tólf mánuðum í skyldusparnað eða greitt 24 af síðustu 30 mánuðum í viðbótarlífeyrissparnað, ert lífeyrisþegi hjá sjóðnum, eða þú ert að endurfjármagna lán þitt hjá sjóðnum þá átt þú lánsrétt hjá sjóðnum. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign eiga lánsrétt frá greiðslu fyrsta iðgjalds til sjóðsins.
Hámarks lán
Hámarks lán til eins sjóðfélaga er 80 milljónir fyrir þá sem greiða skylduiðgjald en 30 milljónir ef sjóðfélagi greiðir eingöngu í viðbótarlífeyrissparnað. Ef tveir sjóðfélagar sækja um lán saman getur hámarkslán hæst farið í 95 milljónir á viðkomandi fasteign.
Veðhlutfall
Hámarksveðhlutfall á 1. veðrétti er 70% en 60% á öðrum eða síðari veðréttum á íbúðarhúsnæði. Veðhlutfall reiknast af fasteignamati eða kaupverði. Lán má þó ekki vera hærra en samtala brunabóta- og lóðamats.
Viðbótarlán
Fyrstu kaupendur geta sótt um viðbótarlán ef það er í samfelldri veðröð frá fyrsta veðrétti. Hámarksveðhlutfall er 85% og bætist 0,75% vaxtaálag ofan á önnur vaxtakjör. Hámarkslánveiting til fyrstu kaupenda sem nýta sér viðbótarlán er 60 milljónir.
Lánstími
Til allt að 40 ára, en hámarkslánstími fyrir viðbótarlán er 15 ár.
Vaxtakjör
Í boði eru verðtryggð og óverðtryggð lán með vöxtum sem festir eru til 36 mánaða en taka eftir það breytilega vexti, nema lántaki velji að festa vexti aftur.
Það athugast að verðtryggðir breytilegir vextir eru með 0,75% lágmarksvöxtum. Óverðtryggðir breytilegir vextir eru með 3,25% lágmarksvöxtum.
Einnig eru í boði verðtryggðir fastir vaxtir út lánstíma.
Tegund láns
Með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.
Hámarkshlutfall greiðslubyrðar við lántöku
Seðlabankinn hefur sett reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar allra fasteignalána lántaka má ekki fara yfir 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda þegar fasteignalán er veitt. Hámarkið má þó vera 40% ef um er að ræða fyrstu fasteignakaup. Við útreikning á greiðslubyrðarhlutfallinu er miðað við að lán séu jafngreiðslulán. Fyrir óverðtryggð lán er reiknað með 40 ára lánstíma og samningsvöxtum en þó að lágmarki 5,5% vöxtum. Ef lánið er verðtryggt þá er reiknað með 25 ára lánstíma með samningsvöxtum en þó að lágmarki 3% vöxtum.
Lán með veði í sumarhúsi
Hámarkslán með veði í sumarhúsi er 20 milljónir, hámarksveðsetning 35% af kaupverði eða fasteignamati, hámarkslánstími er 15 ár. Skilyrði að lán sé á 1. veðrétti og gerð krafa um tryggingar fyrir vatns- og innbrotstjóni auk brunatjóns.
Enginn aukakostnaður
Enginn viðbótarkostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.

Lánareiknivél

Reiknaðu út, berðu saman og skoðaðu vel. Lántöku fylgir mikil skuldbinding.

  • Smelltu hér til að reikna út greiðslubyrði láns miðað við mismunandi forsendur.
  • Skoðið lán sem standa til boða hjá Almenna og annars staðar. Berið saman kostnað og áætlaða greiðslubyrði.
  • Gerið sjálf greiðsluáætlun og metið hvort þið getið greitt af láni.
  • Kynnið ykkur lánsform sem í boði eru. Hvort hentar betur að taka lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum?
  • Kynnið ykkur vaxtakjör í boði. Þekkið mun á milli verðtryggðra og óverðtryggða lána og takið upplýsta ákvörðun um hvað hentar.
  • Farið vel yfir greiðslumat sem unnið er af lánveitanda og áttið ykkur á hvað felst í niðurstöðu þess.

Vextir

Umsækjendur geta sótt um verðtryggð og óverðtryggð lán

Í boði eru verðtryggð og óverðtryggð lán með vöxtum sem festir eru til 36 mánaða en taka eftir það breytilega vexti, nema lántaki velji að festa vexti aftur.

Það athugast að verðtryggðir breytilegir vextir eru með 0,75% lágmarksvöxtum. Óverðtryggðir breytilegir vextir eru með 3,25% lágmarksvöxtum.

Einnig eru í boði verðtryggðir fastir vextir út lánstíma.

Vextir viðbótarlána eru 0,75 prósentustigum hærri en þau vaxtakjör sem eru í boði.

  • 9,45%

    Óverðtryggðir vextir festir til 36 mánaða

  • 4%

    Verðtryggðir fastir vextir út lánstímann

  • 4%

    Verðtryggðir vextir, festir til 36 mánaða

  • 3,83%

    Breytilegir verðtryggðir vextir (eldri lán)

Greiðslumat

Umsækjendur þurfa að senda eftirfarandi gögn með lánsumsókn eftir því sem við á:

  • Yfirlit yfir stöðu hjá Innheimtumanni ríkissjóðs*
  • Staðfesting á föstum greiðslum t.d. meðlagsgreiðslum*
  • Veðbókarvottorð fasteigna í eigu lántaka (sjóðurinn getur útvegað gögn, kostn. skv. gjaldskrá dregst frá láni)*
  • Upplýsingar um ábyrgðarskuldbindingar
  • Afrit kauptilboðs/þinglýsts kaupsamnings, ef um lán til húsnæðiskaupa er að ræða, þó ekki eldri en 12 mánaða.
  • Kauptilboð og söluyfirlit yfir eignir sem verið er að kaupa og selja.
  • Vottorð um smíðatryggingu.
  • Kaupsamningur ef eign hefur skipt um eigendur á síðustu þremur árum.
  • Aðrar upplýsingar og gögn sem sjóðurinn óskar eftir og varpað geta ljósi á fjárhagsstöðu lántaka

 

* gögn sem þarf alltaf að útvega

Lánshæfismat er fengið hjá Creditinfo.  Til að standast lánshæfismat má það ekki vera metið lakara en í flokki C.

 

Lánareglur

Smelltu hér til skoða gildandi lánareglur Almenna lífeyrissjóðsins.

Lánareglur Almenna eru byggðar á lögum um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016 og tilheyrandi reglugerð.

Greitt inn á höfuðstól/lán greitt upp

Hægt er að greiða aukalega inn á lán hvenær sem er án kostnaðar.

Einfalt er að framkvæmda stakar greiðslur inn á lán, uppgreiðslur eða útbúa umframgreiðslusamning ef greiða á inn á lán með endurteknum greiðslum. Umframgreiðslur eða uppgreiðslur á láni eru gerðar á lánavef Almenna: https://lanavefur.almenni.is/

Krafa birtist þá í heimabanka innan klukkustundar eftir skráningu og greiðslan birtist í greiðslusögu lánsins inn á lánavef daginn eftir. Krafan er valkvæð í hvert skipti og fellur niður 3 dögum eftir gjalddaga ef hún er ekki greidd. Greiða þarf gjaldfallinn gjalddaga áður en krafan er greidd svo greiðslan fari öll inn á höfuðstól. Kröfu vegna uppgreiðslu láns þarf að greiða samdægurs fyrir kl. 20:30, en krafan fellur niður eftir þann tíma.

Ef þú lendir í vandræðum getur þú alltaf haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á netfangið almenni@almenni.is eða með því að hringja í síma 510-2500.