Eftirlaun

Megintilgangurinn með því að greiða í lífeyrissjóð er að safna upp réttindum og sjóði til greiðslu eftirlauna.

  • Í Almenna eru eftirlaun samtala ellilífeyris úr samtryggingarsjóði og útborgunar úr séreignarsjóði.
  • Lífeyrir er greiddur fyrsta dag hvers mánaðar. Hægt er að sækja um aukagreiðslur úr séreignarsjóði 15. dag hvers mánaðar.
  • Tekjuskattur er greiddur af lífeyrisgreiðslum en hægt er að nýta persónuafslátt.

Ellilífeyrir

Hægt er að hefja töku ellilífeyris úr samtryggingarsjóði á aldrinum 60-80 ára.

  • Viðmiðunaraldur ellilífeyris er 70 ára aldur og lækkar lífeyrir ef taka lífeyrisgreiðslna hefst fyrr. Á sama hátt hækkar lífeyrir ef töku lífeyris er frestað fram yfir 70 ára aldur.
  • Fjárhæð ellilífeyris úr samtryggingarsjóði ræðst af iðgjaldagreiðslum á starfsævinni og afkomu sjóðsins.
  • Hægt er að sækja um að hefja töku lífeyris með rafrænum skilríkjum á sjóðfélagavef með því að smella hér.
  • Mánaðarlegur lífeyrir er verðtryggður og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs.
  • Ellilífeyrir úr samtryggingarsjóði er greiddur til æviloka en fellur niður við andlát.
  • Við andlát fellur ellilífeyrir niður en eftirlifandi maki fær greiddan makalífeyri og barnalífeyrir greiðist með börnum undir 20 ára aldri.
  • Þegar lífeyrisréttindi hjóna eða sambúðarfólks eru ójöfn getur verið skynsamlegt að skipta þeim til að tryggja báðum ásættanlegan lífeyri eftir að annar aðili hjúskapar eða sambúðar er fallinn frá. Sjá nánar.

Smelltu hér til að skoða samþykktir sjóðsins. Ákvæði í samþykktum sem fjalla um ellilífeyri samtryggingarsjóð eru í 18. grein og um lífeyrisgreiðslur í 23. grein.

Útborgun séreignar

Inneign er laus til útborgunar við 60 ára aldur.

  • Hægt er að taka inneignina út í einu lagi eða á lengri tíma að vali sjóðfélaga.
  • Úttekt er greidd 1. og 15. hvers mánaðar.
  • Hægt er að sækja um útborgun inneignar með rafrænum skilríkjum á sjóðfélagavef með því að smella hér.
  • Sjóðfélagar geta sótt um greiðslu á sjóðfélagavef, stillt fjárhæð mánaðarlegra úttekta og sótt eingreiðslur þegar þeim hentar.
  • Umsókn þarf að hafa borist í síðasta lagi þremur virkum dögum fyrir greiðsludag.
  • Þrengri útborgunarreglur gilda um tilgreinda séreign eða bundna séreign sem er hluti af skylduiðgjaldi annarra lífeyrissjóða. Tilgreind séreign er almennt laus til útborgunar á aldrinum 62 ára til 66 ára og bundin séreign frá 70 ára til 80 eða 85 ára aldurs.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.