Árni Gunnarsson, 70 ára

Fyrrverandi viðskiptastjóri

Starfsferill/stjórnarstörf:

  • Viðskiptastjóri Einkabankaþjónustu Arionbanka 2013-17
  • Svæðis og útibússtjóri Arionbanka 2006-13
  • Framkvæmdastj. tjónasviðs Sjóvá 2004-06
  • Útibússtjóri Íslandsbanka 1994-04
  • Stjórnarstörf fyrir Rauða krossinn 2015-21
  • Stjórnarstarf fyrir Hjúkrunarheimilið Skógarbæ 2016-19

Námsferill:

  • Próf í verðbréfamiðlun, HR 2014
  • M.Sc. viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn 1982
  • Cand.oecon Háskóli Íslands 1976
  • Fjöldi námskeiða um stjórnun og rekstur

Ástæða framboðs:

Ég hef starfað á fjármálamarkaði s.l. 28 ár og hef öðlast góða innsýn og reynslu á þeim vettvangi. Ég er nú hættur á almennum vinnumarkaði en er þess í stað kominn hinu megin við borðið og nýt þjónustu lifeyrissjóðanna. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í stjórn lífeyrissjóðs, en almennir félagsmenn þeirra þurfa að treysta bæði stjórn og starfsmönnum þeirra fyrir sínum lífeyri. Ég tel bakgrunn minn góðan til að geta lagt Almenna Lífeyrissjóðnum lið við mótun framtíðarstefnu, að gæta að góðum rekstri og við hámörkun ávöxtunar sjóðsfélaga. Þar sem ég er ekki fulltrúi neinna hópa eða félaga í sjóðnum, yrðu störf mín eingöngu í þágu allra félaga.
Ég hef nýlegt próf í verðbréfamiðlun sem gerir mér kleyft að skilja og meta betur þær áskoranir sem Almenni Lífeyrissjóðurinn þarf að glíma við og gef þess vegna kost á starfskröftum mínum fullur áhuga.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.