Alþingi samþykkti í júní 2022 breytingar á lögum um lífeyrissjóði og fleiri lögum sem fela í sér talsverðar breytingar fyrir sjóðfélaga.

  • Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% af launum í 15,5%.
  • Lífeyrissjóðir hafa heimild til að bjóða sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% af launum til svokallaðar tilgreindrar séreignar með þrengri útborgunarheimildir en hefðbundinn séreignarsparnaður.
  • Séreign af lágmarki verður ekki lengur undanþegin skerðingum almannatrygginga eða þátttöku í dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða og fleira.
  • Einstaklingar geta ráðstafað tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sjóðfélagar sem ekki hafa verið eigendur að íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár geta talist fyrstu kaupendur og nýtt heimildir laganna.
  • Lögin taka gildi 1. janúar 2023.

Þeim sem vilja lesa nánar um breytingarnar er bent á stjórnarfrumvarp á vefsíðu Alþingis, sjá hér. Fyrir neðan er að finna spurningar og svör um áhrif lagabreytinganna fyrir sjóðfélaga.

Almenni lífeyrissjóðurinn stendur fyrir upplýsingafundi um lagabreytinguna og áhrif þeirra þann 29. september kl. 8:30. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar og boða komu þína á fundinn.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.