Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Fyrsta fasteign – moli úr Hlaðvarpi Almenna

Einstaklingar geta sparað skattfrjálst allt að 500 þúsund á ári í tíu ár með viðbótarlífeyrissparnaði upp í útborgun á fyrstu fasteign eða inn á lán eftir að eign hefur verið keypt. Þannig verður til allt að 5 milljóna eignarhlutur fyrir einstakling eða allt að 10 milljónir fyrir par.

Samkvæmt viðmælanda Hlaðvarps Almenna, Hrannari Braga Eyjólfssyni,

ungum manni sem jafnframt er starfsmaður sjóðsins, vita margir jafnaldrar hans af þessum möguleika en ekki eru allir búnir að gera eitthvað í málinu.

Hrannar Bragi á ekki fasteign sjálfur en stefnir á að eignast fasteign. Hann fékk kórónuveiruna í vor og til að geta verið í einangrun flutti hann tímabundið í íbúð ömmu sinnar sem nýlega hafði flutt á hjúkrunarheimili. Hann ílengdist í íbúðinni og býr þar enn. Hrannar ætlar tvímælalaust að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða upp í útborgun, bæði út af skattahagræðinu og til að fá „auðveldustu launahækkun ævinnar“ með mótframlagi launagreiðanda. Hrannar telur að fólk á hans aldri sé orðið nokkuð meðvitað um að það sé hægt að nota viðbótarlífeyrisparnað sem útborgun í  fyrstu fasteign. Hins vegar þegar þessir sömu eru spurðir hvert þeir séu að greiða viðbótarlífeyrissparnað verður hins vegar fátt um svör. Hrannar segir að það séu mikilvæg skilaboð að láta vita að viðbótarlífeyrissparnaður sé ekki eitthvað sem gerist sjálfkrafa heldur þurfi að gera ráðstafanir þ.e. gera samning um viðbótarlífeyrissparnað og byrjuð að greiða.

Hann gerir sér samt sem áður grein fyrir að skattfrjálsi viðbótarlífeyrissparnaðurinn dugar ekki að fullu sem útborgun heldur þarf meira til. Ætlunin er að hann noti einnig annan almennan sparnað en hann hefur tileinkað sér að leggja fyrir og „borga sjálfum sér fyrst“ og vitnar í bækur Gunnars Baldvinssonar, framkvæmdarstjóra Almenna.

Það skiptir máli hvaða ávöxtunarleið er valin þegar viðbótarlífeyrisparnaður er notaður til að borga inn á fyrstu fasteign. Ástæðan er sú að þessi sparnaður er til skamms tíma og því hentar best ávöxtunarleið þar sem ávöxtun sveiflast lítið. Nokkrar ávöxtunarleiðir Almenna uppfylla það skilyrði en Húsnæðissafn líklega einna best. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn um fyrstu fasteign í heild sinni hér.

Fleiri molar úr Hlaðvarpi Almenna: