Af hverju greiðum við í lífeyrissjóð?
Er skynsamlegt að spara meira til eftirlaunaáranna?

Ævinni má skipta í þrjú æviskeið, uppvaxtarárin, starfsævina og eftirlaunaárin. Á uppvaxtarárunum sjá foreldrar eða aðrir aðstandendur um framfærsluna en eftir að fullorðinsárin taka við er hver sinnar gæfu smiður. Á eftirlaunaárunum vilja flestir minnka við sig vinnu eða hætta alveg. Til þess þarf fólk að lifa af lífeyri og tekjum af sparifé.

Eftirlaunaárin eru sérstök að því leyti að fjárhagsleg afkoma ræðst að mestu af því hversu mikið maður leggur fyrir á starfsævinni. Þú getur haft veruleg áhrif með því að kynna þér þessi mál og byggja markvisst upp eftirlaunasjóð.

  • Þekktu lífeyrisréttindin þín og passaðu upp á þau. Kynntu þér hvaða réttindi þú átt í lífeyrissjóði/um og hvaða réttindi þú kemur til að með eignast með áframhaldandi greiðslum. Gera má ráð fyrir að eftirlaun úr lífeyrissjóðum verði um 40-50% af lokalaunum þegar vinnu lýkur miðað við að eingöngu sé greitt lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð yfir starfsævina.
  • Viðbótarsparnaður er nauðsynlegur fyrir flesta til að halda svipuðum tekjum eftir að vinnu lýkur. Viðbótarlífeyrissparnaður er besti kosturinn til að bæta við lífeyrisréttindin vegna mótframlags launagreiðenda og skattalegra fríðinda.
  • Gefðu þér tíma til að velja vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Kynntu þér sparnaðarleiðir sem eru í boði og kostnað hjá rekstraraðilanum.
  • Áður en sparnaðarleið er valin er mikilvægt að fá upplýsingar um fjárfestingarstefnu og hvernig eignir eru ávaxtar.
  • Kostnaður skiptir máli og því skaltu spyrja um hvaða kostnað vörsluaðili tekur (rekstarkostnað, veltukostnaður, innlausnarkostnaður, o.s.frv.).
  • Gerðu ráð fyrir því óvænta. Reiknaðu með að launatekjur geti fallið niður, t.d. vegna veikinda eða slyss, og gerðu ráðstafanir til að verjast tekjumissi í slíkum tilvikum.

Eftirlaunaárin eru oft fjórðungur af fullorðinsárunum og margir geta átt von á því að lifa í 15 til 25 ár eftir að þeir hætta að vinna. Það er því mikilvægt fyrir hvern og einn að huga að því að byggja upp sjóð eða réttindi til að tryggja tekjur eftir að vinnu lýkur. Fólk vill eiga val um hvenær það hættir að vinna en ekki að lág eftirlaun stýri því.

Hvernig getur Almenni aðstoðað þig?

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.