Fyrsta fasteign
Hagstætt tækifæri
Hægt er að nota viðbótarlífeyrissparnað til að safna skattfrjálst fyrir útborgun eða greiða inn á höfuðstól á fyrstu íbúð. Hér eru nánari upplýsingar um þetta hagstæða tækifæri.
Tíu skattfrjáls ár
Í tíu ár er hægt að safna viðbótarlífeyrissparnaði upp í fyrstu fasteign, annað hvort fyrir útborgun eða inn á höfuðstól eftir að fyrsta fasteign hefur verið keypt. Við greiðslu inn á fasteign eða húsnæðislán er ekki greiddur tekjuskattur sem annars væri greiddur af launum eða úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar.
Fimm milljónir á mann
Hámarksfjárhæð sem hægt er að leggja fyrir skattfrjálst inn á fyrstu fasteign er fimm milljónir fyrir einstakling eða tíu milljónir fyrir par. Til að ná þessu hámarki þarf að greiða 4% af um 694.000 króna mánaðarlaunum.
Hlutur launagreiðenda, safnast þá saman kemur
Þeir sem leggja fyrir fimm milljónir fá allt að 1.670 þúsund frá launagreiðanda og par sem fær allt að 3.340 þúsund. Það munar því um þetta tvö prósent mótframlag.
Hægt að fresta upphafsdegi
Hægt er að ákveða að fresta upphafsdegi þessa 10 ára sparnaðar en það getur verið heppilegt ef að tekjur hækka verulega einhverjum árum eftir að byrjað er að safna í viðbótarlífeyrissparnað. Þá gildir sú upphafsdagsetning sem þú velur og tíu ár eftir það.
Fyrir og eftir húsnæðiskaup
Þú getur safnað í viðbótarlífeyrissparnað í nokkur ár fram að húsnæðiskaupum, notað það sem þú ert búin/n að spara fram að því sem útborgun og haldið síðan áfram að greiða inn á höfuðstól húsnæðisláns eftir kaupin í samtals tíu ár, allt skattfrjálst.
Þú verður að vera með viðbótarlífeyrissparnað!
Skilyrði fyrir því að nýta sér þetta úrræði er að vera með viðbótarlífeyrissparnað. Hægt er að sækja um viðbótarlífeyrissparnað með rafrænum skilríkjum með því að smella hér en hér fyrir þá sem vilja fylla út pdf skjal til útprentunar og undirritunar.
Fleiri almennir kostir
Almennir kostir við að vera með viðbótarlífeyrissparnað eru enn fleiri en þá má sjá á þessari samantektarsíðu.