Ávöxtun að eigin vali

Sjóðfélagar geta valið á milli sjö ávöxtunarleiða fyrir séreignarsparnað hjá Almenna. Algengast er að sjóðfélagar greiði í eina ávöxtunarleið en einnig er hægt að velja sitthvora leiðina fyrir skyldusparnað annars vegar og viðbótarlífeyrissparnað hins vegar. Sjóðfélagar geta fært inneign milli safna.

Fyrir neðan eru upplýsingar um hverja og eina ávöxtunarleið. Með því að smella á fyrirsagnirnar má skoða frekari upplýsingar.

Pictogram image

Ævileiðin
Algengast er að fólk velji Ævileiðina en hún er sjálfvalin ef sjóðfélagi velur ekki ákveðna ávöxtunarleið. Ævileiðin byggir á því að sjóðfélagar greiða í og ávaxta inneign í verðbréfasöfnum sem taka mið af aldri sjóð­félaga. Í Ævileiðinni flyst inneign sjálfkrafa á milli þriggja ávöxtunarleiða Ævisafns I, II og III. Ævisöfnin eru með mismunandi eignasamsetningu sem henta mismunandi æviskeiðum.

Ævisafn I
Hentar þeim sem eru að ávaxta lífeyrissparnað sinn til langs tíma og er hugsað fyrir sjóðfélaga á aldrinum 16-44 ára . Markmið safnsins er langtímahækkun eigna með allt að 75% fjárfestingu í hlutabréfum. Búast má við miklum sveiflum en hærri ávöxtun til lengri tíma.

Ævisafn II
Hentar þeim sem eru að ávaxta lífeyrissparnað sinn til langs tíma og er hugsað fyrir sjóðfélaga á aldrinum 45-56 ára.Markmið safnsins er langtímahækkun eigna með fjárfestingu í hlutabréfum og skuldabréfum til jafns. Búast má við verulegum sveiflum vegna hás hlutfalls hlutabréfa.

Ævisafn III
Hentar hentar þeim sem eru að ávaxta lífeyrissparnað sinn í skamman tíma eða fyrir sjóðfélaga 57 ára og eldri. og vilja taka litla áhættu. Þetta safn hentar best fyrir sjóðfélaga sem eru 57 ára og eldri Markmið safnsins er að tryggja sjóðfélögum jafna og góða ávöxtun með 70%-90% fjárfestingu í skuldabréfum.

Húsnæðissafn
Hentar fyrir þá sem eru að safna fyrir útborgun eða greiða inn á höfuðstól láns í fyrstu íbúð. Eignir safnsins eru skuldabréf og innlán sem að mestu eru veðtryggð. Stærstur hluti eigna safnsins taka ekki hefðbundnum markaðssveiflum og því má búast við stöðugri ávöxtun.

Innlánasafn
Hentar þeim sem eru að ganga á inneign sína eða hyggjast gera það á næstunni. Sveiflur í ávöxtun eru mjög litlar og inneign í safninu fellur undir ákvæði laga nr. 98/1999 um innstæðutryggingar.

Ríkissafn stutt
Hentar fyrir þá sem eru eldri en 57 ára og eru að ganga á inneign sína eða hyggjast gera það á næstunni. Safnið fjárfestir að mestu í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum því má búast við litlum sveiflum í ávöxtun safnsins.

Ríkissafn langt
Hentar fyrir þá sem eru 56 ára eða yngri og vilja fjárfesta í ríkisskuldabréfum en þola töluverðar sveiflur. Búast má við verulegum sveiflum í ávöxtun þar sem meðaltími skuldabréfaeignar er langur.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.