Gunnar Hörður Sæmundsson, 67 ára

Framkvæmdastjóri og kennari

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Kennari í Tækniskólanum frá 2016
  • Framkvæmdastjóri Sætækni ehf frá 1997
  • Forstöðumaður tækinsviðs Granda hf frá 1985 – 1997
  • Forstöðumaður tæknisviðs Bæjarútgerðar Reykjavikur frá 1983- 1985
  • Formaður Tækifræðingafélag Íslands frá 1993 til 1995.
  • Stjórnarmaður í BHM frá 1991 -1993

Námsferill:

  • Kennararéttindi frá Hí 2018
  • MBA frá HR 2007
  • Véltæknifræði frá Odense Teknikum 1982
  • Sveinspróf í vélvirkjun 1977

Ástæður framboðs:

Ég hef fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu enda fór ég snemma á vinnumarkað. Ég lærði vélvirkjun og fór svo í framhaldsnám og lauk véltæknifræði með B.Sc gráður í Danmörku 1982. Reynsla mín í sjávarútvegi er mikil því ég vann sem forstöðumaður tæknisviðs hjá Granda hf í 15 ár. Ég stofnaði eigið ráðgjafafyrirtæki,  Sætækni ehf 1997, sem enn er í rekstri. Árið 2007 fór ég í MBA nám við Háskólann í Reykjavík og lagði þar mesta áherslu á fjármál. Einnig starfa ég sem kennari  við Tækniskólann.  

Ég á einnig óbeinan þátt í því að Almenni lífeyrissjóðurinn var stofnaður 2003  með sameiningu Lífeyrissjóðs tæknifræðinga og arkitekta, LAT og  AlVIB. Á þeim tíma var ég búinn að vera formaður Tæknifræðingafélags Íslands og beitti mér fyrir þessari sameiningu. Ég hef verið sjóðfélagi í AL frá upphafi og fylgst vel  með rekstri hans og afkomu. Ávöxtun lífeyrissparnaðar sjóðsfélaga skiptir gríðalega miklu máli og vil ég leggja mitt af mörkum til að svo verði áfram. 

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.