Getum við aðstoðað?

Gunnar Hörður Sæmundsson, 67 ára

Framkvæmdastjóri og kennari

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Kennari í Tækniskólanum frá 2016
  • Framkvæmdastjóri Sætækni ehf frá 1997
  • Forstöðumaður tækinsviðs Granda hf frá 1985 – 1997
  • Forstöðumaður tæknisviðs Bæjarútgerðar Reykjavikur frá 1983- 1985
  • Formaður Tækifræðingafélag Íslands frá 1993 til 1995.
  • Stjórnarmaður í BHM frá 1991 -1993

Námsferill:

  • Kennararéttindi frá Hí 2018
  • MBA frá HR 2007
  • Véltæknifræði frá Odense Teknikum 1982
  • Sveinspróf í vélvirkjun 1977

Ástæður framboðs:

Ég hef fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu enda fór ég snemma á vinnumarkað. Ég lærði vélvirkjun og fór svo í framhaldsnám og lauk véltæknifræði með B.Sc gráður í Danmörku 1982. Reynsla mín í sjávarútvegi er mikil því ég vann sem forstöðumaður tæknisviðs hjá Granda hf í 15 ár. Ég stofnaði eigið ráðgjafafyrirtæki,  Sætækni ehf 1997, sem enn er í rekstri. Árið 2007 fór ég í MBA nám við Háskólann í Reykjavík og lagði þar mesta áherslu á fjármál. Einnig starfa ég sem kennari  við Tækniskólann.  

Ég á einnig óbeinan þátt í því að Almenni lífeyrissjóðurinn var stofnaður 2003  með sameiningu Lífeyrissjóðs tæknifræðinga og arkitekta, LAT og  AlVIB. Á þeim tíma var ég búinn að vera formaður Tæknifræðingafélags Íslands og beitti mér fyrir þessari sameiningu. Ég hef verið sjóðfélagi í AL frá upphafi og fylgst vel  með rekstri hans og afkomu. Ávöxtun lífeyrissparnaðar sjóðsfélaga skiptir gríðalega miklu máli og vil ég leggja mitt af mörkum til að svo verði áfram.