Kristinn Ásgeir Gylfason, 30 ára

lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi

Starfsferill/stjórnarstörf:

  • Lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, SidekickHealth ehf. 2019-
  • Ráðgjafi á sviði persónuverndarmála, Dattaca Labs ehf. 2017-2019

Námsferill:

  • Meistarapróf í lögfræði, Háskólinn í Reykjavík, 2018
  • Grunnnám í lögfræði, Háskólinn í Reykjavík 2016

Ástæða framboðs:
Ég tel gríðarlega mikilvægt að standa vörð um lífeyrissjóðakerfi okkar Íslendinga og legg mikla áherslu á að skynsemi í rekstri og yfirbyggingu lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að fara vel með fjárfestingu sjóðfélaga til að tryggja að ganga megi að henni vísri á efri árum eða ef í harðbakkann slær og grípa þarf til örorkulífeyris. Því það er fjárfesting að greiða í lífeyrissjóð og slík fjárfesting á að bera ávöxt. Ég tel að Almenni lífeyrissjóðurinn geti gert vel í að fjárfesta í framtíðinni með því að huga vel að vistvænum fjárfestingum og nýsköpun. Gegnsæi og upplýsingagjöf eru afar veigamikill þáttur í að skapa traust til lífeyrissjóða. Það er því mikilvægt að tryggja að áframhald verði á upplýsingaflæði til sjóðfélaga. Ég hef mikla trú á gagnadrifnum ákvörðunum og heiðarleika í samskiptum. Því tel ég mig góðan kost í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.